Kjarabætur aldraðra og öryrkja tímabærar!

Í ræðu sinni 17.júní  á þessu ári sagði Sigurður Ingi forsætisráðherra fátæktinni stríð á hendur. Hann sagði,að enginn ætti að þurfa að búa við fátækt á Íslandi.Með því að segja þetta var hann einnig að lýsa því yfir,að aldraðir og öryrkjar ættu ekki að þurfa að búa við 185 þúsund krónur á mánuði, eftir skatt,einhleypir,þeir sem einungis hefðu tekjur frá almannatryggingum.Þetta voru skýr orð  hjá Sigurði Inga. Gallinn er aðeins sá,að hann hefur ekki fylgt þessum orðum eftir.Maður veit þess vegna ekki hve mikill hugur fylgdi máli.En orðum fylgir ábyrgð.Forsætisráðherra getur ekki sagt fátækt stríð á hendur án þess að gera nokkuð í málinu.En því miður vill það brenna við hér á landi,að ráðamenn mæla falleg orð,sem þeir meina misjafnlega mikið með.

Eldri borgarar og öryrkjar gera kröfu til þess að forsætisráðherra hafi frumkvæði að því að kjör þessa fólks verði bætt myndarlega eins og gefið var til kynna í ræðu hans 17.júní.Það er tímabært,að kjörin verði bætt á þinginu,þegar það kemur saman eftir hálfan mánuð. Ég tel,að lífeyrir eigi þá að hækka í 321 þúsund á mánuði hjá einhleypum eftir skatt og samsvarandi hjá öðrum.Þetta er miðað við,að ekki sé um aðrar tekjur að ræða. Þetta er lágmark til þess að unnt sé að lifa mannsæmandi lífi af því.

 

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 30. júlí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband