Meðallaun margfalt hærri en lífeyrir!

Mörgum öldruðum og öryrkja hefur brugðið við að heyra það,að lífeyrir þeirra,sem, einungis hafa tekjur frá almannatryggingum eigi ekki að hækka neitt,ekki um eina krónu,samkvæmt tillögum félagsmálaráðherra um breytingar á almannatryggingum.Meðallaun grunnlaun launafólks 2015 námu 515 þúsund á mánuði en meðaltekjur námu 589 þúsund krónum á mánuði.Þetta er þrefalt hærra en lífeyrir aldraðra og öryrkja,sem er 185 þúsund kr á mánuði eftir skatt hjá þeim sem eru i hjónabandi eða sambúð en 207 þúsund á mánuði eftir skatt hjá einhleypum.Meðallaun stjórnenda voru 1.4 millj. á mánuði í fyrra.Þeir fengu 40% hækkun á árinu,þegar aldraðir og öryrkjar fengu 3%.Fyrir skömmu ákvað kjararáð að hækka ráðuneytisstjóra í 1,7 millj. á mánuðu.Þar er innifalin föst yfirvinna upp á 4-500 þúsund á mánuði.Þingmenn,ráðherrar og dómarar fengu miklar hækkanir haustið 2015 um leið og aldraðir og öryrkjar fengu synjun.Laun ráðherra hækkuðu þá um 100 þúsund krónur á mánuði og þeir fengu 9 mánuði greidda til baka í hækkun eða 900 þúsund. Það var þá,sem þeir sögðu,að ekki væri unnt að hækka aldraða og öryrkja líka afturvirkt.Þeir máttu hafa sínar 200 þúsund krónur á mánuði áfram óbreyttar!

Framkoma stjórnvalda við aldraða og öryrkja er óafsakanleg.Hún er rannsóknarefni.Það er óskiljanlegt að ríkisstjórnin haldi öldruðum og öryrkjum við fátækramörk þegar allir aðrir vaða í peningum.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 9. júlí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband