Tugir milljarða hafðir af öldruðum og öryrkjum!

Ég fór á eftirlaun 2002 og fór að skrifa í dagblöðin 2003 um málefni aldraðra.Síðan hef ég skrifað yfir 600 greinar um þau mál og málefni öryrkja.Ég var að líta á elstu greinarnar.Baráttan var furðulík þvi sem hún er í dag.Það var barátta fyrir því að komast af á lágum lífeyri sem stjórnvöld skömmtuðu öldruðum og öryrkjum og ekki dugðu til framfærslu.

Árið 1995 sleit þáverandi ríkisstjórn Davíðs Oddsonar tengslin milli lágmarkslauna verkafólks og lífeyris aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum.Fram að þeim tíma hækkaði lífeyrir sjálfvirkt þegar vikukaup verkafólks hækkaði.Davið Oddsson þá forsætisráðherra lýsti því þá yfir,að breytingin mundi ekki skaða aldraða og öryrkja.Þvert á móti yrði hún hagstæðari lífeyrisþegum þar eð bæði yrði miðað við hækkun launa og verðlags við ákvörðun lífeyris og lífeyrir hækkaður í samræmi við hækkun launa ef þau hækkuðu meira en verðlag og öfugt.Má segja,að yfirlýsing Davíðs hafi jafngilt loforði um að við þetta yrði staðið.

2006 var reiknað nákvæmlega út hvort lífeyrir hefði hækkað í samræmi við hækkun launa eða verðlags eins og tilskilið var. Þá kom í ljós,að það vantaði 40 milljarða upp á að staðið hefði verið við það.Aldraðir og öryrkjar höfðu verið hlunnfarnir um 40 millljarða!

Ég tel,að á þeim tíma sem síðan er liðinn, hafi aldraðir og öryrkjar verið hlunnfarnr um aðra eins upphæð.Það hefur ekki verið reiknað út eins nákvæmlega og 2006 en mitt mat er þetta.Það er alveg ljóst,að ríkið skuldar öldruðum og öryrkjum  tugi milljarða.Ríkið getur greitt þetta í tvennu lagi: 40 milljarða fyrst og síðan annað eins þegar búið er að reikna það nákvæmlega út. Aldraðir og öryrkjar hafa ekki efni á því að lána ríkinu þetta lengur.Þeir vilja fá 40 milljarða strax.Þeir geta tæplega dregið fram lífið í dag,svo lágur er lífeyrir þerra sem einungis hafa tekjur frá TR.Aðrir eiga að hækka hlutfallslega.Það eru nógir peningar til núna eins og sést á því þegar laun ráðherra,þingmanna og æðstu embættismanna eru hækkuð.Þá vantar ekki peninga. 

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 14. ágúst 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband