Þingrof 29.sept.Efna þarf loforðin fyrir þann tíma!

Tilkynnt var í gær,að þingrof yrði 29.september.Stjórnarflokkarnir þurfa að efna kosningaloforðin fyrir þann tíma.Geri þeir það ekki hafa þeir framið einhver mestu svik á kosningaloforðum í sögunni.

Aðeins 9 þingdagar eru eftir.Alþingismenn vinna ekki mikil afrek á þeim tíma miðað við afköstin á sumarþinginu.Vonir eldri borgara og öryrkja um,að stjórnarflokkarnir efni kosningaloforðin,sem þeim voru gefin í kosningunum 2013 fara dvínandi.Það vantar allan áhuga hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar og raunar öllum stjórnarmeirihlutanum á því að standa við kosningaloforðin,sem öldruðum og öryrkjum voru gefin.Þeir virðast telja í lagi að gefa kjósendum langt nef..Fjármálaráðherrann,Bjarni,hefur margoft sýnt það,að hann er beinlínis fjandsamlegur eldri borgurum og öryrkjum.Það kom greinilega fram í ummælum hans á alþingi við afgreiðslu fjárlaga í fyrra.Það má því reikna með að hann standi gegn öllum raunverulegum kjarabótum til aldraðra og öryrkja.Sigurður Ingi forsætisráðherra er algerlega áhugalaus.Hann vill ekki rugga bátnum.Hann kýs að láta Bjarna ráða.Eygló félagsmálaráðherra lagði fram frumvarp,sem gerir ráð fyrir óbreyttum lífeyri til þeirra,sem minnst hafa. Þeir eiga ekki að fá eina krónu í hækkun. Og þegar minnst var á þetta vandamál á alþingi gerði hún lítið úr málinu og talaði um hvað það væru fáir,sem hefðu lægsta lífeyrinn.Karl Garðarson sagði,að þeir væru 9000.

Fram til þessa hefi ég talið að ríkisstjórnin mundi koma með eitthvað lítilræði,einhverja hungurlús,rétt fyrir kosningar.En ég er nú kominn á þá skoðun,að ráðherrarnir geri ekki neitt.Þeir reyna að afgreiða þetta frumvarp,sem ekkert gagn er í. Harpa Njáls segir,að það muni hneppa fleiri í skort og fátækt,auka ójöfnuð og dýpka gjána milli ríkra og fátækra.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 13. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband