Sigurður Ingi hefur ekkert gert í kjaramálum aldraðra og öryrkja!

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sagði í ræðu 17.júní,að enginn ætti að líða skort á Íslandi.Ég sagði í beinu framhaldi af því,að það væru hæg heimatökin hjá Sigurði Inga,að gera eitthvað í því máli.Hann gæti hækkað lífeyri aldraðra og öryrkja.Það mál heyrði undir ríkið og hann sem forsvarsmaður ríkisins gæti tekið til hendinni þar.Þeir,sem verst væru staddir meðal aldraðra og 0ryrkja ættu ekki fyrir öllum útgjöldum,svo naumt skammtaði ríkið.Þeir yrðu að neita sér um að fara til læknis eða sleppa því að leysa út lyf sín og stundum ættu þeir ekki fyrir mat í lok mánaðar samkvæmt því sem Félag eldri borgara hefði upplýst.Þetta allt vissi Sigurður Ingi. En hann gerði ekkert í því.Ég sendi honum opið bréf og skoraði á hann að leiðrétta kjör þessa fólks. En hann hefur ekki hreyft legg né lið í þessu efni. Ræða hans um málið 17.júní voru  innan tóm orð,sem hann meinti ekkert með.Frumvarp ríkisstjórnarnnar um almannatryggingar hneppir fleiri í skort og fátækt,eykur ójöfnuð og dýpkar gjána milli ríkra og fátækra, eftir því sem Harpa Njáls segir en hún er sérfróð um þessi málefni.

Þeir aldraðir og 0ryrkjar,sem verst eru staddir, hafa 112 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt,185 þúsund eftir skatt,miðað við þá sem búa með öðrum.Þessi upphæð er nákvæmlega eins í frumvarpi ríkisstjórnarinnar,112 þúsund á mánuði,hækkar ekki um eina krónu.Þetta er miðað við þá,sem verða eingöngu að reiða sig á almannatryggingar,hafa engan lífeyrissjóð og geta ekki verið á vinnumarkaðnum.Það er hneyksli að leggja frumvarpið fram með þessari upphæð óbreyttri.

Mér virðist Sigurður Ingi hafa fallið á prófinu. Hann hefur ekki staðið sig betur í þessum málaflokki en Sigmundur Davíð eða Bjarni Ben.Sem varaformaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra ber hann jafnmikla ábyrgð og Sigmundur Davíð á að standa við loforðin við aldraða og 0ryrkja frá 2013. En hann hefur svikið þessi loforð rétt eins og Sigmundur Davíð og Bjarni.Það eru 8 dagar eftir af þingtímanum,ef hann vill bæta ráð sitt.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Bloggfærslur 14. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband