Lífeyrir hækki myndarlega strax!

Í gær rann út frestur til þess að senda alþingi umsögn um frv um almannatryggingar.Ég sendi umsögn í tæka tíð.Það,sem ég lagði áherslu á í umsögninni var eftirfarandi:

Hækka þarf lífeyri myndarlega strax hjá þeim öldruðum og öryrkjum,sem eru á " strípuðum lífeyri" ,þ.e, hafa hvorki greiðslur úr lífeyrissjóði né tekjur af atvinnu eða fjármagni.Ekki er gert ráð fyrir neinni hækkun á þessum lífeyri í frumvarpinu. Hann er upp á krónu óbreyttur þó ótrúlegt sé.Þannig lagði Eygló og ríkisstjórnin frumvarpið fram.Þá lagði ég einnig til,að dregið yrði úr skerðingu lífeyris almannatrygginga vegna atvinnutekna svo eldri borgarar gætu farið í hlutastörf eða full störf,ef þeir hefðu áhuga á því og heilsa leyfði.En samkvæmt frv eykst skerðing vegna atvinnutekna frá því sem nú er. Einnig sagði ég,að æskilegast væri að afnema tekjutengingar alveg,þ.e. afnema allar skerðingar á lífeyri TR vegna tekna aldraðra og öryrkja.

 Það er með ólíkindum,að frumvarpið skuli hafa verið lagt fram með óbreyttum lífeyri og aukinni skerðingu vegna atvinnutekna. Stjórnvöld segjast vilja greiða fyrir atvinnuþátttöku aldraðra. Þetta er skrítin aðferð til þess.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 16. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband