Svikin innsigluð á alþingi

Alþingi kemur saman á ný í dag eftir nokkra daga hlé á þingfundunm vegna nefndadaga.Nú eru aðeins fáir dagar eftir af starfstíma alþingis,þar eð þingið verður rofið vegna kosninganna 29.september.

Það bólar ekkert á frumvörpum um að efna stóru kosningaloforðin,sem stjórnarflokkarnir gáfu  öldruðum og öryrkjum.Þau verða greinilega svikin.Stjórnarflokkarnir sýna kjósendum algera lítilsvirðingu,hundsa þá og eru svo óforskammaðir að ætla að bjóða sig fram til þings á ný án þess að efna fyrst þessi kosningaloforð.Frumvarp félagsnmálaráðherra og ríkisstjórnarinnar er gagnslítið.Það hækkar ekki lífeyrir þeirra,sem verst eru staddir um eina krónu; gerir ráð fyrir óbreyttum lífeyri hjá þeim sem eru á "strípuðum lífeyri",fellir niður grunnlífeyri og eykur skerðingu lífeyris TR vegna atvinnutekna.Staða þeirra eldri borgara,sem eru á vinnumarkaði versnar.Skerðing lífeyris TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði batnar nokkuð en ekki nóg.Það á að afnema alveg skerðingu lífeyris TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði eins og Bjarni Benediktsson lofaði fyrir síðustu kosningar. Hann lofaði reyndar að afnema allar tekjutengingar en svíkur það.

Samtök lífeyrissjóða gagnrýna í umsögn til alþingis hvað skerðingarhlutfall er hátt í frumvarpinu eða 45%.Samtökin telja að það ætti að vera miklu lægra. Þá gagnrýna samtökin að félagsmálaráðherra skuli leggja það fram,að lífeyrissjóðirnir eigi að vera fyrsta stoðin í lífeyriskerfi landsmanna.Samtökin minna á,að þegar almannatryggingar og lífeyrissjóðir voru stofnaðir hafi verið lagt upp með það,að almannatryggingar væru fyrsta stoðin og lífeyrissjóðir önnur stöðin. Lífeyrissjóðirnr áttu m.ö.o. að vera viðbót við almannatryggingar en ekki öfugt.Samtökin segja: Með frumvarpi þessu er grunnlífeyrir almannatrygginga aflagður og tekjutengingar miklar,sem leiða til þess að almannatryggingar  verða einkum fyrir þá,sem engin eða lítil réttindi hafa í lífeyrissjóðum.Síðan segir: Þetta há skerðingarhlutföll vegna lífeyrisgreiðslna og annarra tekna kunna að vera varasöm út frá stjórnskipunarvernd eignarréttinda og aflahæfis einstaklinga.

Ríkisstjórnin er að eyðileggja almannatryggingarnar með þessu frumvarpi sínu.Harpa Njáls segir: Það hneppir fleiri í  skort og fátækt,eykur ójöfnuð og dýpkar gjána milli ríkra og fátækrra.Hún vill að frumvarpið verði dregið til baka og það endurbætt. Ég tek undir það.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 19. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband