Lífeyrir hækki í 300 þúsund og tekjutengingar verði afnumdar!

Lífeyrir þeirra aldraðra og öryrkja,sem  hafa hvorki greiðslur úr lífeyrissjóði né tekjur af atvinnu eða fjármagni á að hækka í 3oo þúsund kr á mánuði eins og verkafólk samdi um.Jafnframt á að afnema allar tekjutengingar eins og Bjarni Ben lofaði að gera fyrir kosningarnar 2013. Það er algert lágmark til mannsæmandi lífs að hafa 300 þúsund á mánuði.Þetta sagði Björgvin Guðmundsson í viðtali (upptöku) sjónvarpsþáttar Helga Péturssonar á Hringbraut í dag.Harpa Njáls var einnig í þættinum.

 Þau voru sammmála um það,að það væri furðulegt að leggja fram frumvarp um almannatryggingar,sem gerði ekki ráð fyrir neinni hækkun lífeyris til þeirra,sem verst væru staddir.

Helgi Pétursson lagði út af síðustu grein Björgvins í Fréttablaðinu þar sem neikvætt viðhorf stjórnvalda til aldraðra var rætt.Allir þátttakendur í þættinum voru sammmála um það, að þetta viðhorf stjórnvalda til aldraðra væri furðulegt og rannsóknarefni.Björgvin sagði,að ef til vill væri ástæða neikvæðrar afstöðu til aldraðra sú, að stjórnvöld óttuðust ekki eldri borgara eða samtök þeirra á sama hátt og þau óttast verkalýðshreyfinguna.Verkalýðshreyfingin hefði verkfallsvopnið og gæti stöðvað atvinnulífið með verkfalli.Það óttast stjórnvöld en þau telja sig geta hundsað aldraða af því þeir hafa ekkert slíkt vopn. En eldri borgarar eru orðnir 40000 talsins og ef þeir standa saman eru þeir mikið afl.Stjórnmálaflokkarnir óttast framboð af hálfu aldraðra og vissulega gæti komið til þess.

Farið var vítt yfir sviðið í þætti Helga. Harpa Njáls lagði mikla áherslu á að bæta þyrfti kjör þeirra,sem verst stæðu,þ.e. þeirra,sem byggju við fátækt.Björgvin  tók undir það.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 20. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband