Algert virðingarleysi stjórnarflokkanna fyrir kjósendum!

Enda þótt aðeins fáir dagar séu eftir af starfstíma alþingis er ekkert, sem bendir til þess að stjórnarflokkarnir ætli að efna kosningaloforðin,sem þeir gáfu öldruðum og öryrkjum fyrir kosningarnar 2013.Samkvæmt forsetabréfi eiga alþingiskosningar að fara fram 29.oktober og þing verður rofið sama dag. En samkvæmt starfsáætlun alþingis lýkur þingið störfum 29.september.Einn dagur fer í eldhúsdagsumræður.

Stjórnarflokkarnir,Framsókn og Sjálfstæðisflokkur, sýna kjósendum algera lítilsvirðingu.Það hvarflar ekki að þeim að efna stór kosningaloforð,sem þeir gáfu öldruðum og öryrkjum fyrir kosningar 2013.Þeir hafa sennilega aldrei ætlað að efna þau.Það var vísvitandi verið að ljúga að kjósendum til þess að plata þá til að kjósa stjórnarflokkana.Og þeir þingmenn og ráðherrar,sem léku þennan ljóta leik 2013 ætla að endurtaka hann nú.Ef þessir menn hefðu einhverja sómatilfinningu ættu þeir að draga sig í hlé og hætta.

Stærsta kosningaloforðið var að kjaragliðnun krepputímans,2009-2013  yrði leiðrétt með hækkun lífeyris til samræmis við hækkun lægstu launa.Þetta þýðir a.m.k. 23% hækkun lífeyrir eða 56.580 kr hækkun.Þetta er fyrir skatt.Það hefði skipt sköpum fyrir aldraða og öryrkja,ef staðið hefði verið við þetta.Þeir hefðu þá allir haft að borða og getað leyst út lyfin sín.Hitt stóra kosningaloforðið er loforðið,sem Bjarni Benediktsson gaf eldri borgurum  í bréfi til eldri  borgara. Þar lofaði hann að afnema allar tekjutengingar vegna lífeyris aldraðra. Hann hefur svikið það og hefur sennilega aldrei ætlað að efna það.Afnám tekjutenginga, afnám allra skerðinga, er gífurlega mikil kjarabót fyrir aldraða .  Þetta var svikaloforð eins og hitt.Þeir sem gefa svona loforð eru loddarar.Þeir sem bera ábyrgð á svikunum eru auk Bjarna fyrst og fremst Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð.En þingmenn stjórnarflokkanna bera einnig ábyrgð á svikunum.Ábyrgð stjórnarflokkana er mikil.

Björgvin Guðmundsson

 


Bloggfærslur 21. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband