Stjórnvöld hafa hlunnfarið aldraða og öryrkja um marga tugi milljarða!

Frá því sjálfvirk tengsl milli lágmarkslauna og lífeyris aldraðra og öryrkja voru rofin 1995 hafa stjórnvöld hlunnfarið aldraða og öryrkja um gífurlegar fjárhæðir,marga tugi milljarða króna.Þegar þessi tengsl voru rofin sagði Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra,að afkoma aldraðra og öryrkja mundi ekki versna við þessa breytingu.Í staðinn átti að miða við launaþróun en lífeyrir aldrei að hækka minna en vísitala neysluverðs.En það fór á annan veg.Fyrstu 10 árin eftir breytinguna stórversnaði afkoma aldraðra og öryrkja svo tugum milljarða skipti og sama þróun hefur haldið áfram.

Það er stöðugt verið að hlunnfara aldraða og öryrkja.Í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur keyrt um þverbak. Það er ekki aðeins,að kosningaloforðin  við aldraða og öryrkja hafi verið svikin heldur hefur ný kjaragliðnun komið til sögunnar.Á árunum 2015 og 2016  hafa lágmarkslaun hækkað um 20,7% en lífeyrir hefur aðeins hækkað um 12,7% á sama tíma.Það vantar 8 prósentustig til þess að hækkun lífeyris sé jafnmikil og hækkun lágmarkslauna.Það er hreint lögbrot, þar eð í lögum stendur,að lífeyrir eigi að hækka í samræmi við launaþróun.Ríkisstjórninni þykir sér sæma að níðast á öldruðum og öryrkjum á þennan hátt. Þessum hópum er haldið við fátækramörk á sama tíma og ráðherrar,þingmenn og embætttismenn fá gífurlegar launahækkanir og marga mánuði til baka.

Stærstu sjávarútvegsfyrirtækin raka til sín peningum eftir að ríkisstjórnin stórlækkaði veiðigjöldin hjá þeim.Samherji hafði 13,9 milljarða í hagnað 2015 og Grandi hafði 6 milljarpða í hagnað.Ef ríkisstjórnin hefði ekki lækkað veiðigjldin hefðu verið nógir peningar til þess að hækka lífeyri strax 2013.Kári Stefánsson segir raunar,að peningar flói út úr fjárhirslum ríkisins í dag.Svo ekki vantar peninga til þess að bæta kjör aldraðra og öryrkja. Það vantar viljann. Það er kominn tími til þess að aldraðir og öryrkjar hætti að kyssa á vöndinn. En samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum eru enn nokkuð margir sem kyssa á vöndinn hjá Sjálfstæðisflokknum!

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 3. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband