Eygló neikvæð gagnvart öldruðum eins og aðrir ráðamenn!

 

 

 

Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra sannaði kenninguna  um neikvæðni ráðamanna í garð aldraðra,  þegar hún tók til máls á  alþingi í gær á eftir Páli Val Björnssyni þingmanni Bjartrar framtíðar.Páll Valur hélt ræðu og  vitnaði í pistil minn á Facebook og á gudmundsson.blog.is  um kjaramál aldraðra og öryrkja en þar gagnrýni ég það, að ekki er lagt til  í frv um almannatryggingar, að lægsti lífeyrir   hækki neitt, þ.e hjá þeim,sem eru á  „ strípuðum“ lífeyri.Þetta eru þeir,sem hafa 185 þúsund á mánuði eftir skatt, sem er alltof lágt.( Miðað við þá,sem búa með öðrum). Sá lífeyrir er óbreyttur í frumvarpinu; hækkar ekkert. Páll Valur las upp pistil minn, þar sem ég  gagnrýni þetta harðlega og hann tók undir mína gagnrýni. Páll Valur var mjög harður á að hækka þyrfti lægsta lífeyrinn. En þegar Eygló  ráðherra steig  í pontu eftir Páli Vali tók hún ekki undir með honum heldur gerði lítið úr vandamálinu og sagði, að það væru ekki nema 23 lífeyrisþegar, sem hefðu  ekkert annað en lífeyri frá TR til þess að lifa af! Ekki veit ég hvar hún hefur fundið þessa tölu. Hún er ekki í staðtölum TR og hún styðst ekki við þann raunveruleika, sem við höfum kynnst, við sem unnið höfum að málefnum eldri borgara um langt skeið.

Í tilefni af þessum útúrsnúningi ráðherra vil ég segja þetta: Þó það væri ekki nema 1 eldri borgari eða öryrki, sem ætti ekki fyrir mat í lok mánaðar vegna þess að hungurlúsin sem ráðherra skammtar honum dygði ekki til framfærslu væri það einum of mikið. En samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Tryggingastofnunar voru 9639 lífeyrisþegar með fulla tekjutryggingu árið 2015.Þeir fá fulla tekjutryggingu, sem ekki hafa aðrar tekjur en frá TR eða félagslega aðstoð. Og það sama ár fengu auk þess 3204 lifeyrisþegar óskerta heimilisuppbót til viðbótar tekjutryggingunni.Hún er greidd þeim , sem búa einir en skerðist, ef um einhverjar aðar tekjur er að ræða aðrar en frá TR eða félagslega aðstoð.

 Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 9. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband