Ráðamenn hafa aldrei haft það eins gott!

Kryddsíld Stöðvar 2 var í gær að venju.Þar komu fram formenn stjórnmálaflokkanna og töluðu um stjórnmál en reyndu einnig að skemmta sér.Athygli vakti,að fráfarandi ráðherrar Sigurður Ingi og Bjarni Ben töluðu mikið um það hvað þjóðin hefði það gott.Þeir áttu ekki nógu sterk orð til þess að lýsa því hvað ástandið á Íslandi væri gott.Þeir hafa sennilega haft í huga síðustu hækkun,sem ráðherrar og slþingismenn fengu á kjördag og nýtt alþingi þorði ekki eða vildi ekki afturkalla eða hreyfa við þrátt fyrir stór orð.En það er von,að fráfarandi ráðherrar séu ánægðir; laun ráðherra voru hækkuð í 2 milljónir á mánuði og forsætisráðherra fór talsvert upp fyrir það.En það kom ekki fram hvers vegna aldraðir og öryrkjar,sem aðeins hafa lífeyri frá TR, þurfa að lifa af 196 þúsund á mánuði eftir skatt,þeir sem eru í hjónabandi eða sambúð og einhleypingar eiga að lifa af 227 þúsund á mánuði eftiir skatt.Af þessum tölum er ljóst,að góðæri þeirra félaga hefur ekki náð til allra.Og á meðan ráðamenn dásama ástandið búa 6000 börn á Íslandi undir fátæktarmörkum!

Nú eru m.ö.o." stórfelldar kjarabætur" aldraðra og öryrkja komnar til framkvæmda og  þeir fá þann lífeyri,sem lýst er hér að framan. Gallinn er aðeins sá,að það breytir engu fyrir lífeyrisfólk þó það fái 10-20 þús króna hækkun, þegar lífeyrir er svona lágur.Þetta var hungurlús í gær og er hungurlús í dag. Venjulegur Íslendingur,sem hefur 500- 600 þúsund á mánuði getur best borið um þetta; hvernig gengur að lifa af lægri upphæðum.Og gaman væri að sjá hvernig  þingmönnum og ráðherrum gengi að lifa af 200 þúsund á mánuði eftir skatt.Það er verið að skammta lífeyrisþegum upphæðum,sem enginn leið er að lifa sómasamlegu lífi af.Og því miður er útkoman lítið betri hjá þeim,sem hafa mjög lágan lífeyri úr lífeyrissjóði.Af hverju fá lífeyrisþegar ekki að njóta "góðærisins".Er það aðeins fyrir fáa útvalda.

Frá áramótum fellur grunnlífeyrir niður og skerðing tryggingalífeyris eykst hjá þeim eldri borgurum og öryrkjum,sem eru á vinnumarkaðnum. Það er verið að hrekja aldraða  af vinnumarkaðnum.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 1. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband