Viðreisn og Björt framtíð fengu engin stefnumál samþykkt!

Eftir að nýr stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar hefur verið kynntur er alveg ljóst,að Sjálfstæðisflokkurinn hefur valtað yfir samstarfsflokkana,Viðreisn og Bjarta framtíð.Þessir stuðningsflokkar fá ekkert fram af sinum stefnumálum.Báðir flokkarni lögðu áherslu á kerfisbreytingu í sjávarútvegi og landbúnaði.En ekkert verður af henni.Og kröfu flokkanna um þjóðaratkvæði um aðildarsamning að ESB var sópað út af borðinu.Sjálfstæðisflokkurinn virðist hafa séð,að það var alveg sama hvað flokkurinn hafnaði mörgum stefnumálum smáflokkanna; alltaf voru þeir jafnaákafir að komast í stjórn með Sjálfstæðisflokknum.Þeir fórnuðu stefnumálunum fyrir ráðherrastóla.

 Síðan er reynt að blekkja almennning með almennu orðalagi,sem þýðir ekki neitt,þar það vantar hverng á að framkvæma hlutina.Viðreisn boðaði að bjóða ætti upp aflaheimildir og fá meira greitt fyrir afnot af sjávarauðlindinni.Bæði Samfylking og VG voru sammmála þessu stefnumáli. En Sjálfstæðisflokkurinn synjaði þessu stefnumáli Viðreisnar og venti sínu kvæði í kross: Athuga á hvort aflaheimildir verði leigðar til 33 ja ára.Það mundi jafngilda því að úgerðinni væru gefnir kvótarnir til frambúðar.Sama er upp á teningnum í landbúnaðarmálum. Þar vildu smáflokkarnir  gera kerfisbreytingu,innleiða meiri samkeppni i landbúnaðinn,leyfa meiri innflutning á landbúnaðarvörum og afnema einkaleyfi Mjólkursamsölunnar.Og þeir vildu breyta búvörusamningnum.Öllu þessu var synjað.En til þess að blekkja almenning og sérstaklega kjósendur smáflokkanna er sagt að endurskoða eigi búvörusamninginn 2019 en það var þegar búið að samþykkja á alþingi!Síðan er sagt að sthuga eigi hvort afnema megi einkasölu MS og fleira orðagjálfur í þessum dúr,sem enga þýðingu hefur.

Mest er þó niðurlæging smáflokkanna í Evrópumálum.Þar var skýlaus krafa Viðreisnar og kosningastefnumál að fram færi strax þjóðaratkvæði um aðildarviðræður að ESB.En því var synjað og sagt,að ekki yrði lagst gegn þingsályktunartillögu um aðildarviðræður að  ESB í lok  kjörtimabilsins. Ekki ætlar ríkisstjórnin að leggja þessa tillögu fram.Mun þetta í fyrsta sinn,að fjallað er um að í stjórnarsáttmála að leggja megi fram þingsályktunartillögu.Ekkert er í stjórnarsáttmálanum um að hækka eigi lífeyri þeirra aldraðra og öryrkja sem aðeins hafa lífeyri frá TR.

Að mínu mati er sáttmálinn mjög lélegur,almennt orðaður.Setningin um að heilbrigðismál verði sett í forgang hefur ekkert gildi,þar eð ekkert er sagt um að auka eigi framlög til málaflokksins. Og fram kom að ekki á að taka upp fjárlögin. Það þýðir,að Landspítalnn fær ekki meiri peninga.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 11. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband