Ólafur Thors vildi,að allir hefðu góðan lífeyri en Bjarni vill halda honum niðri!

 

Þegar ríkisstjórn Alþýðuflokksins,Sjálfstæðisflokksins og Sósialistaflokksins setti lög um almannatryggingar 1946,var Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðisflokksins, forsætisráðherra.Hann lýsti því þá yfir, að almannatryggingar á Íslandi ættu að vera í fremstu röð slíkra trygginga í Evrópu og allir á Íslandi ættu að njóta þeirra án tillits til stéttar eða efnahags.Fyrst eftir lagasetninguna voru almannatryggingar á Íslandi í fremstu röð en síðan drógust þær aftur úr og í dag standa almannatryggingar á Íslandi langt að baki slíkum tryggingum á Norðuröndum og í Bretlandi.Lífeyrir á Ísland er aðeinsr brot slíks lífeyris í grannlöndum okkar. Ólafur Thors vildi efla almannatryggingar hér. Bjarni Benediktsson vill halda þeim niðri.Ólíkt hafast þeir að. Bjarni Benediktssn segir, að stjórnvöld séu að auka lífeyri aldraðra og öryrkja..En stjórnvöld  eru ekki að efla almannatryggingar hér neitt.þau halda ekki einu sinni í horfinu.

 Laun hækkuðu hér um 14-20% á árinu 2015.Lágmarkslau um 14,5%.frá 1.mai 2015. Lífeyrir aldraðra  og öryrkja hækkaöi ekkert í 8 mánuði og aðeins um 9,7% frá l.janúar 2016.Lífeyrir hækkaði miklu minna það ár en laun og 8 mánuðum seinna en laun. Það er því verið að brjóta lagaákvæði um að lífeyrir eigi að hækka í samræmi við launaþróun og það er verið að hlunnfara lífeyrisþega með því að draga þá á hækkun.Á árinu 2016 hækkuðu laun bæði i byrjun árs og á miðju ári en lífeyrir hækkaði aðeins í upphafi árs.Sagan frá 2015 var því endurtekin.Lífeyri var haldið niðri á árinu 2016 og lífeyrisfólk þurfti að bíða allt árið  2016 eftir hækkun sem ekki kom fyrr en 1,janúart 2017. Það var áfram níðst á öldruðum og öryrkjum í kjaramálum.Alþingismenn,ráðherrar og embættismenn þurftu hins vegar ekkert að bíða.Alþingismenn fengu 44% hækkun 13.oktober á kjördag ( lífeyrisfólk 7,5%),Laun alþingismanna hækkuðu í 1100 þús á mánuði fyrir skatt,ráðherrar hækkuðu í 2 milljónir á mánuði og embættismenn hækkuðu í 1,3 -1,6 milljónir á mánuði þeir hæstu og þeir fengu launin greidd 18 mánuði til baka.Aldraðir og öryrkjar eru enn með rúmlega 200 þúsund á mánuði eftir skatt og það var svo erfitt að greiða þeim þessa hungurlús,sem þeir fengu um áramótin,að ekki var unnt að greiða þeim þá hækkun alla í einu lagi,heldur í tvennu lagi.Allir þessir hálaunamenn,sem ég taldi upp hér að framan fengu  hækkanir fyrir jólin en eins og áður var níðst á öldruðum og öryrkjum og þeir fengu ekki krónu hækkun fyrir jól.Nýja alþingið var ekki betra í því efni en það eldra.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Bloggfærslur 13. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband