Skattar 220 milljörðum lægri af fjármagni og fyrirtækjum hér frá hruni en á hinum Norðurlöndum!

 

Frá   bankahruninu, 2008 , til ársins 2015,innheimti íslenska ríkið  um 220 milljörðum kr minna í sköttum af fjármagni og fyrirtækjum  en verið hefði ef jafnháir slíkir skattar hefðu verið innheimtir og tíðkast á hinum Norðurlöndunum.Þetta kemur fram í Fréttatímanum

Ríkisstjórnir Davíðs Oddssonar lækkuðu þessa skatta mikið.Um aldamótin 2000 var fjármagnstekjuskattur hér sá lægsti í heimi eða 10%.Fjármagnstekjuskattur hafði  verið hæstur 40% á Íslandi. Ríkistjórn Jóhönnu hækkaði skattinn úr 10% í 20%. Ríkisstjórnir Davíðs  lækkuðu einnig tekjuskatta fyrirtækja mikið.Skattar á fjármagn og fyrirtæki voru sem fyrr segir miklu lægri hér en á hinum Norðurlöndunum.Árið 2015 vantaði 24,1 milljarð upp á, að skattar af fjármagni og fyrirtækjum næðu meðaltali slíkra skatta á Norðurlöndum. 2014 vantaði  23,5 miilljarða,2013 vantaði 24,3 milljarða, 2012 vantaði 24,3  milljarða og þannig mætti áfram telja.Ljóst er,að ef íslenska ríkið hefði innheimt sambæilega skatta af fyrirtækjum og fjáragni og gerist á hinum Norðurlöndunum hefðu verið nógir peningar í Landspítalann og heilbrigðiskerfið og ekki þurft að svelta kerfið þannig að legið hefur verið við neyðarástandi.- Það hefði þá einnig mátt nota eitthvað af þessum peningum í hækkun lífeyris aldraðra og öryrkja.

Fréttatíminn segir, að á tímabilinu fra aldamótum til  2015 vanti 750 milljarða á að skattar af fyrirtækjum og fjármagni séu jafnmiklir og þeir hafi verið á honum Norðurlöndunum.Ástæðan fyrir því,að skattar af fyrirtækjum og fjármagnii hafi verð svona miklu minni hér en a honum Norðurlöndunum er sú,að hér hafa verið við völd stjórnir sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið ráðandi í en sá flokkur hefur staðið vörð um, fyrirtækin og fjármagnið.Fjármagn og fyrirtæki hafa notið verndar en heilbrigðiskerfið og velferðarkerfið hefur verið svelt.Því miður er nú ný hægri stjórn tekin við völdum,ef til vill meiri hægri stjórn en nokkru sinni fyrr.Það er því engin von til þess að skattar af fjármagni og fyrirtækjum verði hækkaðir.

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundssn.net


Bloggfærslur 14. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband