Takmörkun á greiðsluþátttöku sjúklinga frestað til 1.mai!

 

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fresta innleiðingu greiðsluþátttökukerfis fyrir heilbrigðisþjónustu til 1. maí næstkomandi. Þetta er í annað sinn sem gildistökunni er frestað en nýja kerfið byggir á breytingum á lögum um sjúkratryggingar sem samþykktar voru á Alþingi 2. júní 2016. Núverandi fyrirkomulag greiðsluþátttöku vegna heilbrigðisþjónustu helst áfram óbreytt fram til 1. maí.

Lagabreytingin, ásamt nýju tilvísunarkerfi, átti upphaflega að taka gildi 1. júlí 2016 en var þá frestað til 1. febrúar næstkomandi. 

Samkvæmt lögunum verður innleitt nýtt greiðsluþátttökukerfi fyrir heilbrigðisþjónustu þar sem heilbrigðisráðherra mun ákvarða hámarksgreiðslur sjúkratryggðra fyrir tiltekna heilbrigðisþjónustu.

Með nýja kerfinu verður sett hámark á greiðslur sjúkratryggðra í hverjum mánuði fyrir tiltekna heilbrigðisþjónustu.  Þar er m.a. átt við þau gjöld sem sjúkratryggðir greiða fyrir heilbrigðisþjónustu sem veitt er á heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum og fyrir heilbrigðisþjónustu sem veitt er hjá sjálfstætt starfandi læknum, sjúkraþjálfurum, iðjuþjálfum og talmeinafræðingum.

Við gildistöku nýja kerfisins verður tekið tillit til greiðslna fyrir framangreinda heilbrigðisþjónustu sem veitt er á tímabilinu 1. desember 2016 til og með 30. apríl 2017.

Velferðarráðuneytið hyggst setja reglugerðir um innleiðingu kerfisins í þessum mánuði og verður nýja greiðsluþátttökukerfið þá kynnt nánar.

Ekki hefur verið gert ráð fyrir að auknu fé verði varið inn í kerfið heldur af fjármagn verði fært til innan þess.

Það er mjög slæmt að þvi skuli frestað að setja þak á greiðsluþáttöku sjúklinga.Þegar lögin um þetta efni munu taka gildi 1.mai verður liðið tæpt ár frá þvi lögin voru samþykkt á alþingi.Þessi töf á framkvæmd málsins er óásættanleg.Það hefur verið sleifarlag á undirbúningi og framkvæmd málsins.Enda þótt málið sjálft sé meingallað,þar eð ekkert nýtt fé er látið inn í málaflokkinn,heldur fjármagn flutt til innan hans,verður samt einhver bót af þakinu.Heilbrigðiskostnaður kemur þungt niður á öldruðum og öryrkjum.Þeir binda vonir við nýju lögin.

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


Bloggfærslur 18. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband