Kjör öryrkja óásættanleg

Kona nokkur,sem hefur verið öryrki í 20  ár hefur hvorki húsnæði né örorkuífeyri,sem dugi fyrir mat.Hún er húsnæðislaus og sefur í bíl sínum.Hún hefur eins og aðrir einhleypir öryrkjar tæpar 200 þúsund krónur á mánuði eftir skatt í örorkulífeyri.Það dugar ekki fyrir öllum útgjöldum,dugar ekki fyrir mat og hún hefur gripið til þess ráðs þegar hún er matarlaus að fara í gáma matvöruverslana til þess að leita að einhverju matarkyns!Þetta er hörmulegt í velferðarríkinu,Íslandi og í miðju góðæri sem ráðamömmnm verður tíðrætt um.(Stundin segir frá þessu)

Konan hefur reynt að vera  á leigumarkaði.Hún greidd 115 þúsund kr á mánuði í leigu og þá var lítið eftir fyrir mat og öllum öðrum  útgjöldum. Örorkulífeyrir var 185 þúsund á mánuði eftir skatt til áramóta og hækkaði aðeins um 11 þúsund krónur á mánuði um áramót.Konan getur ekki gefið börnum sínum afmælisgjafir eða jólagjafir og þykir það mjög sárt. Henni hefur verið neitað um félagslegt húsnæði hjá sveitarfélögum og hefur heldur ekki fengið félagslegt húsnæði hjá Öryrkjabandalaginu.

Konan er ekki í neinni óreglu.Því miður er staðan svona hjá mörgum öryrkjum.Það er eins og skilningur stjórnvakda sé enginn á slæmum kjörum öryrkja og  aldraðra,sem eingöngu hafa lífeyri frá almannatryggingum.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 20. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband