Alþingi leiðrétti lífeyri aldraðra og öryrkja!

Alþingi kemur saman n.k. þriöjudag.Það verður að gera þá kröfu til þingsins að þingið leiðrétti lífeyri aldraðra og öryrkja.Lífeyrir verður að vera það hár,að unnt sé að lifa af honum.Lífeyrir verður að duga til sómasamlegrar framfærslu.Sá lífeyrir,sem lífeyrisfólk fær í dag dugar ekki.Það er mikið af nýjum þingmönnum á alþingi.Ef til vill geta þeir metið betur en eldri þingmenn hvað þarf mikið til framfærslu.Það er ekki unnt að treysta á ríkisstjórnina í þessu efni.Þingið sjálft verður að taka í taumana.

Frá síðustu áramótum er lífeyrir almannatrygginga sem hér segir hjá þeim öldruðum og öryrkjum,sem einungis hafa lífeyri frá Trygggingastofnun ríkisins: Einhleypir hafa 227 þúsund á mánuði eftir skatt.Þeir,sem eru í hjónabandi eða búa með öðrum hafa 197 þúsund á mánuði. Eins og húsaleiga og húsnæðiskostnaður  er í dag er engin leið að lifa af þessum fjárhæðum.Leiga í dag getur verið 120-150 þúsund á mánuði og þá er lítið eftir fyrir öllum öðrum útgjöldum: Aðeins  47 -77 þúsund á mánuði hjá þeim,sem eru í hjónabandi og 77-107 þúsund kr á mánuði hjá einhleypum.Ef aldraðir og öryrkjar eiga að lifa eðlilegu lífi,hafa,síma og tölvu og sjónvarp og ég tala nú ekki um,ef þeir eiga að geta rekið bíl er lífeyrir þeirra alltof lágur.Það er mjög erfitt fyrir þá sem hafa aðeins 197 þúsund á mánuði að reka bíl og nánast útilokað.

Meðaltekjur í landinu voru árið 2015 620 þúsund þrónur á mánuði fyrir skatt.Alþingismenn hafa 1,1 milljón á mánuði fyrir utan aukasporslur.Þeir sem eru formenn í nefndum og fá húsnæðisstyrk vegna þess að þeir eru búsettir út á landi geta komist í 2 milljónir á mánuði.Laun þingmanna hækkuðu um 44% í oktober sl.Lífeyrisfólk fékk 5-9% hækkun um áramót!Þannig er misréttið á Íslandi i dag.Margir þingmen vildu afturkalla mikla launahækkun sem kjararáð ákvað m.a. til þingmanna.En þegar á átti að herða vildu þingmenn ekki sleppa neinu af hækkuninni.Það ætti því að vera auðvelt fyrir þingnenn að skilja,að aldraðir og öryrkjar þurfa einnig að fá sanngjarna hækkun.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 21. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband