Engir peningar í heilbrigðiskerfið eða bætt kjör aldraðra!

Ríkisstjórnin ætlar ekki að láta neitt nýtt fjármagn í heilbrigðiskerfið eða málefni aldraðra.Þetta var staðfest við umræður um stefnuræðu forsætisráðherra. Katrín Jabobsdóttir formaður VG vakti athygli á þessu og sagði,að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði aðeins að treysta á hagsveifluna!

Samkvæmt þessu er setningin: Heilbrigðiskerfið verður í forgangi, dauður bókstafur.Það gerist ekkert til þess að efla heilbrigðiskerfið á ný,þegar ekkert fjármagn er látið í það.Það er aðeins blekking.

Ekki er minnst á það einu orði í stjórnarsáttmálanum að bæta eigi kjör aldraðra og öryrkja enda þótt Viðreisn og Björt framtíð töluðu fallega fyrir kosningar um það.En það voru líka blekkingar.Það eina,sem á að gera er að auka eitthvað á ný frítekjumark vegna atvinnutekna einhvern tímann á kjörtímabilinu!

Síðan er ríkisstjórnin að gæla við það á ný að taka upp starfsgetumat fyrir öryrkja og afnema læknisfræðilegt mat.Fyrri ríkisstjórn hætti við þá ráðagerð vegna andstöðu Öryrkjabandalagsins.Ekkert hefur heyrst hvort Öbi hafi breytt um skoðun á málinu og samþykkt málið.Starfsgetumati verður ekki komið á í andstöðu við 0ryrkja.Síðan er ríkisstjórnin einnig aftur að tala um að koma sem flestum öryrkjum út á vinnumarkaðinn.Ef einhver árangur á að nást í því efni þarf atvinnulífið alveg að breyta um afstöu til öryrkja og taka upp jákvæðari afstöðu,samþykkja hlutastörf og átta sig á,að öryrkjar hafa ekki fullt starfsþrek.En ekkert heyrist frá ríkisstjórninni um að hún vilji bæta kjör þeirra, sem verst eru staddir meðal öryrkja og aldrðra.Þeir virðast eiga að hafa áfram 200 þúsund krónur á mánuði og rúmlega það eftir  skatt á sama tíma,sem peningum er rótað í alþingismenn,ráðherra og embættismenn. Það eru nógir peningar til þegar þessir hópar eru annars vegar.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 26. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband