Mannréttindi brotin á öldruðum og öryrkjum!

Ísland er aðili að mörgum alþjóðlegum mannréttindasáttmálum.Mikilvægastur þeirra er mannréttndayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna.Samkvæmt henni eiga allir rétt á félagslegu öryggi.Og allir eiga rétt á lífskjörum,sem nauðsynleg eru til verndar heilsu og vellíðan þeirra og fjölskyldna þeirra svo og rétt á félagslegri þjónustu,rétt til öryggis vegna veikinda,elli eða annars sem skorti veldur.Öll mismunun er bönnuð; eldri borgarar eiga að njóta sama réttar og aðrir þegnar þjóðfélagsins.Einnig eru ákvæði í stjórnarskránni,sem segja,að veita eigi aðstoð öldruðum og öryrkjum, ef þörf er á.Það er ekki verið að framfylgja mannréttindaákvæðum  eða ákvæðum í stjórnarskrá á sama tíma og ákveðinn fjöldi aldraðra og öryrkja hefur ekki fyrir mat í lok mánaðar; verður hvað eftir annað að neita sér um að fara til læknis og getur iðulega ekki leyst út lyfin sin.Það er til skammar,að slíkt skuli eiga sér stað á Íslandi,sem vill telja sig velferðarríki.Ráðamenn verða að taka sig til og bæta kjör þeirra,sem verst eru staddir i þjóðfélaginu.Það er ekki nóg að stórbæta kjör þeirra,sem vel eru settir,embættisanna,dómara,alþingismanna og ráðherra.Það þarf að jafna kjörin í landinu.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 28. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband