Skattar á lífeyri eru alltof háir

80% af fjármagni lífeyrissjóðanna eru  vextir og verðbætur.Það ætti því að skattleggja lífeyrinn eins og fjármagnstekjur en ekki eins og venjulegar tekjur eins og gert er í dag.A.m.k. ætti að skattleggja 4/5 hluta hans sem fjármagnstekjur.Einnig eru skattar á lífeyri almannatrygginga alltof háir.Lífeyrir aldraðra og öryrkja,sem einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum er það lágur,að hann ætti að  vera skattfrjáls.

Það mundi bæta kjör aldraðra og öryrkja verulega, ef framangreindar kröfur næðu fram að ganga: 20 % skattur af lífeyri úr lífeyrissjóðum og skattfrelsi lífeyris frá TR.

Björgvin Guðmundsson


Neikvæð afstaða stjórnvalda til öryrkja!

Árið 2003 var gert samkomulag um það  milli öryrkja og stjórnvalda að taka upp svonefnda aldurstengda örorkuuppbót.Skyldi hún fyrst og fremst verða til aðstoðar þeim, sem hefðu orðið eða yrðu ungir öryrkjar og fengju því ekki greiðslur úr lífeyrissjóði (eða mjög lágar greislur.) Garðar Sverrisson var þá formaður Öryrkjabandalags Íslands og Jón Kristjánsson var heilbrigðisráðherra af hálfu Framsóknarflokksins.Þetta var mjög mikilvægur áfangi í réttindabaráttu öryrkja.Samkomulagið var mjög mikilvægt.Samkvæmt því átti ríkið að láta 1,5 milljarða í framkvæmd þess fyrsta árið.En þegar til kom stóð ríkið ekki við samkomulagið að fullu,heldur lét aðeins 1 milljarð í framkvæmdina.  Það  strandaði á Sjálfstæðisflokknum,samstarfsflokknum,að fá allt umsamið fjármagn í aldurstengdu örorkuppbótina.Ekki í fyrsta og eina skiptið sem slíkt strandar á Sjálfstæðisflokknum.En þrátt fyrir það var mikil bót að þvi fyrir öryrkja að fá aldurstengdu örorkuuppbótina.

En fyrir mörgum árum var aldurstengda örorkuuppbótin í raun felld inn í framfærsluuppbótina.Guðmundur Magnússon,sem þá var formaður Öryrkjabandalagsins mótmælti því harðlega og sagði: Öryrkjar njóta ekki aldurstengdu örorkuuppbótarinnar lengur,þar eð hún fellur inn í framfærsluuppbótina.Þetta ( aldurstengda örorkuuppbótin) er þvi ónýtur bótaflokkur. 

Því miður kemur það hvað eftir annað fram,að stjórnvöld eru neikvæð gagnvart öryrkjum.Þetta kom vel fram hjá síðustu ríkisstjórn  ,sem ætlaði að skilja öryrkja eftir,þegar breytingar voru gerðar á almannatryggingalögunum;´það átti að refsa öryrkjum af því að þeir vildu ekki samþykkja starfsgetumat.Að lokum voru öryrkjar hafðir með í frumvarpinu en með miklu verri ákvæðum en aldraðir; krónu móti krónu skerðingin gildir áfram  fyrir öryrkja,þannig að ef þeir fá aðrar tekjur en lífeyri TR t.d.,20-50 þúsund kr er sama upphæð dregin af lífeyri þeirra strax! Þetta er fáheyrt og sýnir neikvæða afstöðu stjórnvalda til öryrkja.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 29. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband