Myndun stjórnar: Ekki orð um kjaramál aldraðra og öryrkja!

 

Fréttablaðið birti frásögn af viðræðum Sjálfstæðisflokks,Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í gær um stjórnarmyndun.Þar sagði,að samkomulag hefði náðst um stærstu málin: Samkomulag væri um að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um aðildarviðræður við ESB.Einnig var nefnt hvað samist hefði um sjávarútvegsmál og landbúnaðarmál en ekki var eitt orð um kjaramál aldraðra og öryrkja eða málefni þessara hópa yfirleitt.Sagt var að samkomulag væri um að undanþágur Mjólkursamsölunnar frá samkeppnislögum yrðu afnumdar! Skyldi verða staðið við það?
Ég skrifaði í gær,að Sjálfstæðisflokkurinn hefði gefð loforð um þjóðaratkvæði um ESB i kosningunum 2013 en síðan svikið það loforð.Flokkurinn færi því létt með að svíkja það aftur.Það kom á daginn.Bjarni Ben. sagði í viðtali við RUV í gærkveldi: Við erum ekki að fara í neinar aðildarviðræður við ESB! Hann gaf sem sagt Viðreisn og Bjartri framtíð langt nef í þessu máli.
Viðreisn hefur það á stefnuskrá sinni að draga úr skerðingum tryggingalífeyris vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.Ekkert hefur verið samþykkt um það og það mál greinilega ekki rætt.Málefni aldraðra sitja á hakanum eins og áður.Í stefnu Bjartrar framtíðar um kjaramál aldrara og öryrkja segir, að lífeyrir aldraðra og öryrkja eigi að duga fyrir framfærslu.En ekkert er minnst á það atriði í frásögn af viðræðum um stjórnarmyndun.Alþingismenn gleymdu öldruðum og öryrkjum,þegar nýtt þing kom saman og eins er með fulltrúana i viðræðum um nýja ríkisstjórn; þeir minnast ekki á kjaramál aldraðra og öryrkja.Önnur mál eru þeim hugleiknari.

 

Björgvin Guðmundsson

 
 
 
 

Bloggfærslur 3. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband