Ný stjórn ætlar ekki að bæta kjör aldraðra; eflir heldur ekki heilbrigðiskerfið!

 

 

 

Það er nú alveg komið í ljós,að ný ríkisstjórn ætlar ekkert að gera til þess að bæta kjör aldraðra og öryrkja.Stjórnin ætlar heldur ekkert að gera til þess að efla Landsspítalann eða heilbrigðskerfið.Það verður ekkert gert til þess að efa velferðarkerfið.

  Bæði Viðreisn og Björt framtíð lofuðu því fyrir kosningar að bæta stöðu aldraðra og öryrkja og þessir flokkar lofuðu því einnig að efla heilbrigðiskerfið.En þessar yfirlýsingar hafa allar reynst svik og lygi.Það er ekki meiningin að gera neitt til þess að efna þessi loforð. Óttar Proppe formaður Bjartrar framtíðar segir nú,að  þetta hafi ekki verið kosningaloforð heldur kosningaáherslur.Þessi nýi ráðherra er með öðrum orðum strax kominn með sömu klækina og þeir sem lengi hafa verið ráðherrar; því er nú haldið fram,að loforð,sem hann gaf fyrir kosningar hafi ekki verið loforð,heldur áherslur!!

Það er alveg ljóst,að fagurgali Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fyrir kosningar hafði aðeins þann tilgang að hjálpa þessum flokkum að ná völdum en ekki að standa við stórar yfirlýsingar um bætta stöðu aldraðra eða bætt heilbrigðiskerfi.Það kom skýrt fram á alþingi við umræður um ríkisfjármálaáætlun næstu 5 árin,að ekki er ætlunin að láta neitt nýtt fjármagn i Landspítalann eða heilbrigðiskerfið.Án nýs fjármagns verður heilbrigðiskerfið ekki eflt.Ákvæði stjórnarsáttmála um að heilbrigiskerfið sé í forgangi er marklaust án nýs fjármagsn.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 30. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband