Lægri framlög hægri stjórnarinnar til almannatrygginga en stjórnar Jóhönnu á kreppuárunum!

 

 

Fráfarandi ríkisstjórn,hægri stjórnin, hefur verið að guma af miklum framlögum til  almannatrygginga.En hlutlausar tölur Hagstofunnar um framlög til almannatrygginga sem hlutfall af vergri landframleiðslu leiða annað í ljós.Árið 2015 nam framlag til almannatrygginga sem hlutfall af vergri landsframleiðslu 8,03%.Það er lægsta framlag í 8 ár og þar af leiðandi lægra en á kreppuárunum.Hæsta framlagið  á þessu 8 ára tímabili var árin  2009 og 2011 en þá nam það 9,05 % af vergri landsframleiðslu.Það var í upphafi kreppunnar.2012 var framlagið 8,84% af vergri landframleiðslu.2014 var framlagið 8,47%.

Ef framlög Íslands til almannatrygginga eru borin saman við slík framlög á honum Norðurlöndunum kemur í ljós,að Island rekur lestina, með lægst framlag  Norðurlandaþjóða til almannatrygginga.Hæst er framlagið hjá Dönum en lægst hjá Íslendingum og Norðmönnum sem hlutfall af þjóðartekjum.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 4. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband