Eldri borgari fær eitt þúsund króna hækkun um áramót!

Eldri borgari,sem nýlega fór  á eftirlaun kom að máli við mig og ræddi við mig um um þau umskipti sem urðu á hans högum við að fara af atvinnutekjum yfir á eftirlaun.Hann kvaðst hafa hrapað í tekjum og nú eiga erfitt með að greiða reikninga sína.Erfitt væri að láta enda ná saman.Ég spurði eldri borgarann hvort hann hefði ekki hækkað í lífeyri um áramót við gildistöku nýju laganna um almannatryggingar.Ég hækkaði um eitt þúsund krónur sagði maðurinn!Ég hrökk við; fannst  slík hækkun ekki breyta neinu.Ég spurði eldri borgarann um aðrar tekjur en frá TR.Hann kvaðst engar atvinnutekjur hafa,engar fjármagnstekjur en lítils háttar úr lífeyrissjóði.Ég spurði hann hvort hann hefði fengið einhverja bakreikninga vegna ofgreiðslna áður en svo var ekki.Með öðrum orðum: Þegar eldri borgarinn átti að geta átt áhyggjulaust ævikvöld þurfi hann að hafa áhyggjur af reikningum og bera kvíða fyrir morgundeginum.Þetta gengur ekki. Það verður að bæta kjör eldri borgara og öryrkja.Ísland hefur efni á því að gera betur við sína eldri borgara og öryrkja.Það er okkur til skammar að eldri borgarar og öryrkjar þurfi að kvíða morgundeginum.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 5. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband