Fyrrverand aðstoðarmaður Illuga ræðst á Loga!

Þeir Illugi Gunnarsson og Bjarni Benediktsson skrifuðu blaðagreinar til þess að mæla með því að Ísland ætti að ganga í ESB og taka upp Evru.Þetta var nokkru áður en Bjarni bauð sig fram til formanns í Sjálfstæðisflokknum.Þegar Bjarni varð þess var,að margir Sjálfstæðismenn voru andvígir ESB ákvað hann að breyta um skoðun á einnig nóttu og tók afstöðu gegn ESB.Illugi fylgdi honum.Sjálfstæðisflokkurinn undir forustu Daviðs Oddssonar var andvígur aðild Íslands að EES. En þegar Sjálfstæðisflokkurinn gekk til stjórnarsamstarfs við Alþýðuflokkinn  og Jón Baldvin í formannstíð Davíðs skipti Davíð og Sjálfstæðisflokkurinn um skoðun á einni nóttu og ákvað að styðja EES.Spurningin er þessi: Hvað er langt í að Sjálfstæðisflokkurinn skipti um skoðun í ESB málinu og taki upp afstöðu með inngöngu í það?

Sirry Hallgrímsdóttir fyrrverandi aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar skrifar grein í Fréttablaðið og ræðst á Loga fyrir að vera ekki nógu stöðugan i því að vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður að ESB.Ég held,að hún hafi ekki efni á því að gagnrýna aðra fyrir stefnuleysi eða óstöðugleika í málefnum ESB. Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson lofuðu þjóðinni þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður að ESB en sviku það.Þeir félagar mæltu með aðild að ESB í blaðagrein en snérust fljótt eins og vindhanar.Sirry ætti að líta sér nær.

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson,net


Bloggfærslur 5. nóvember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband