Össur sá fyrir, að VG stefndi á samstarf við íhaldið strax í upphafi kosningabaráttunnar!

Einn af fyrstu mönnum,sem sá það fyrir, að VG ætlaði að mynda ríksstjórn með íhaldinu var Össur Skarphéðinssin fyrrverandi utanríkisráðherra.Hann skrifaði um það á Facebook síðu sína strax í upphafi kosningabaráttunnar..En áhrifamenn í VG neituðu þessu algerlega og sögðu,að þetta kæmi ekki til greina.Annað hvort hafa þeir tekið þátt í leikritinu eða verið blekktir sjálfir eins og kjósendur.Ég ræddi þetta við tvo áhrifamenn í VG og þeir vísuðu þessu algerlega á bug og sögðu að þetta kæmi ekki til greina.En þetta var staðreynd og ákveðið löngu fyrir kosningar.Kjósendur grunaði ekkert; enda þótt lítil sem engin bein gagnrýni VG á Sjálfstæðisflokknum ætti sér stað virtust samt einhver smá átök VG og ihalds vera í gangi.Útsendarar íhaldsins voru með áróður gegn Katrínu.Skatta-Kata var hún kölluð af þeim.Og VG danglaði í ihaldið þó það væri máttlaus gagnrýni.Það var helst i skattamálum,sem VG viðraði tillögur,sem íhaldið hefði aldrei samþykkt,svo sem hátekjuskatt,hækkun fjármagnstekjuskatts og auðlegðarskatt. En eftir á er ljóst,að þetta hefur verið liður í vel æfðu leikriti.Allt var þetta gert til þess að blekkja kjósendur,láta þá halda,að VG vildi koma íhaldinu frá völdum,þegar VG meinti þveröfugt; vildi halda íhaldinu við völd og fara í stjórn með því.Svandís Svavarsdóttir,sem nú er komin í stjórn með íhaldinu átti ekki nógu sterk orð á alþingi til þess að fordæma athæfi íhaldsins í "uppreist æru" málinu en það snérist um það,að dæmdur kynferðisafbrotamaður fékk uppreist æru .Þessu leyndi forsætisráðherrann fyrir samstarfsflokkunum í ríkisstjórn.Þess vegna varð trúnaðarbrestur sem sprengdi stjórnina.Þeir sem hlustuðu á vandlætingarræðu Svandísar og annarra VG manna í þinginu munu varla hafa reiknað með því að VG ætlaði að leiða íhaldið aftur í ríkisstjórn eins og nú hefur gerst.
Ríkisstjórnin er mynduð um kyrrstöðu.Þorgerður Katrín kallar flokkana 3 sem myndað hafa stjórnina,framsóknarflokkana þrjá. Það er vegna þess að þeir eru sammála um það allir þrír að standa vörð um landbúnaðarkerfið og og sjávarútvegskerfið.VG gaf sig út fyrir það í upphafi að vera róttækur vinstri flokkur,sósalistiskur.En það er enginn sósialismi lengur í VG,engin róttækni,engin verkalýðsstefna, aðeins umhverfisstefna,áhugi á loftslagsmálum.Af þessum sökum gekk vel saman hjá íhaldi og VG.Það þurfti ekki að takast á um hækkun lægstu launa verkafólks eða hækkun lægsta lífeyris aldraðra og öryrkja.Þau mál eru ekki ofarlega á lista VG ekki frekar en hjá íhaldinu.
Valdataka íhalds og VG með aðstoð Framsóknar gekk vel og snuðrulaust fyrir sig.Þetta var friðsamlegt valdarán.

Björgvin Guðmundsson

 
 
 

Bloggfærslur 9. desember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband