Aldraðir hafa það enn skítt!

 

 

 

Mikið er rætt um það nú,að kaupmáttur hafi aukist.Stjórnvöld tala um góðan efnahag þjóðarbúsins og afgang á fjárlögum.Hagvöxtur er meiri hér en á hinum Norðurlöndunum.Laun hjá ýmsum stéttum hafa stórhækkað, jafnvel um marga tugi prósenta. En einn hópur hefur setið eftir, þ.e. aldraðir og öryrkjar.Þessir aðilar hafa það enn „skítt“ enda þótt flestir aðrir hafi það betra en áður.Og eyðslan hjá sumum sé komin á flug eins og fyrir hrun (2007).

Hvernig má það vera, að kaup og kjör flestra stétta hækki mikið en aldraðir og öryrkjar sitji eftir.Meðaltals tekjur í landinu voru 620 þúsund krónur á mánuði 2015 fyrir  skatt. En aldraðr,sem eru í hjónaband, hafa 197 þúsund kr á mánuði eftir skatt.Það er aðeins tæplega þriðjungur af meðaltekjum.

Eyðslan í þjóðfélaginu er komin á flug.Íslendingar ferðast meira en nokkru sinni fyrr.RUV skýrði frá því, að Íslendingar ferðuðust meira til Bandaríkjanna en nokkurt hinna Norðurlandanna.Bílasala er í hámarki.En þrátt fyrir þessa miklu eyðslu hafa Íslendingar ekki efni á þvi að láta öldruðum og öryrkjum í té jafnmikinn lífeyri og þeir fá á hinum Norðurlöndunum.Ég er að tala um þá eldri borgara og öryrkja,sem eingöngu hafa lífeyr frá almannatryggingum.Þeim er skammtað svo naumt,að þeir geta ekki lifað mannsæmandi lífi af þeirri hungurlús.Kominn tími á breytingu.

Björgvin Guðmundsson

 


Bloggfærslur 13. febrúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband