Skerðingar: Hvað skuldar ríkið eldri borgurum mikið?

 Gífurleg viðbrögð hafa verið við grein minni á Facebook um, að málsókn gegn ríkinu væri í undirbúningi vegna skerðinga á tryggingalífeyri þeirra,sem fengju lífeyri úr lífeyrissjóðum.Eldri borgarar og sjóðfélagar í lífeyrissjóðum hafa mikinn áhuga á þessu máli.Flestir eru mjög hlynntir því, að málsókn sé undirbúin en einn og einn vill að kannað verði fyrst hvort stjórnvöld fáist til þess að láta af skerðingum tryggingalífeyris án málaferla. 

Eru málaferli óþörf? 

Eldri borgarar hafa barist fyrir því árum saman, að dregið væri verulega úr skerðingum tryggingalífeyris vegna lífeyrissjóða eða skerðingin afnumin með öllu, sem aldraðir vilja helst.En allt hefur komið fyrir ekki. Eldri borgarar hafa í þessu máli talað fyrir daufum eyrum.Dregið var lítils háttar úr skerðingum um síðustu áramót en um leið var aukin skerðing vegna atvinnutekna.Nú er krafan ekki lengur sú að draga eigi úr skerðingum, heldur að afnema eigi skerðingar.

 Mál þetta kom upp í kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningarnar síðasta haust .Þá fór Tryggingastofnun strax að reikna út hvað það mundi kosta stofnunina að afnema skerðingar vegna greiðslna lífeyris úr lífeyrissjóði.Út kom mjög há upphæð,40-50 milljarðar kr. En það hefur ekki verið reiknað út hvað Tryggingastofnun og ríkið hafa sparað mikið á því að skerða tryggingalífeyri eldri borgara vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Það eru gífurlega háar upphæðir og strangt til tekið ætti ríkið að greiða eldri borgurum allar þær upphæðir til baka.Það var tekinn lífeyrir,sem við eigum!

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Bloggfærslur 15. febrúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband