Leiðrétta á lífeyri aldraðra og öryrkja frá 2009!

 

 

 

Enn eru hörð átök um úrskurð kjararáðs frá sl ári um stórhækkun launa þingmanna og ráðherra og embættismanna ríkisins.Rætt hefur verið hvað legið hafi til grundvallar úrskurði kjararáðs.Nefnt hefur verið,að það hafi átt að leiðrétta launin allt aftur til ársins 2009 og jafnvel aftur til 2006.Launin hafi verið skert fyrr á árum og ætlunin hafi verið að þau yrðu leiðrétt,þegar betur áraði.Þá vaknar spurningin: Verður ekki eitt yfir alla að ganga í þessu efni.Þarf ekki sað leiðrétta ölll laun a.m.k frá árinu 2009; það er ef þau hafi sætt skerðingu,frystingu eða  af öðrum ástæðum. Ég er þeirrar skoðunar.Og þar á meðal á að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja sem sættu skerðingu og frystingu i kreppunni. Ég tel raunar, að það eigi að hafa  algeran forgang að leiðrétta lífeyri aldraðra og öryrkja,þar eð lífeyrir þeirra sætti bæði skerðingu og frystingu í kreppunni og tveir stjórnmálaflokkar,Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur lofuðu því fyrir þingkosningar 2013 að leiðrétta lífeyrinn af þessum sökum.Við .það  var ekki staðið.

Árin 2009 0g 2010 var lífeyrir aldraðra og öryrkja frystur vegna kreppunnar en á sama tímabili hækkuðu lágmarkslaun um 16%.Þetta var frekleg mismunun.Í byrjun 2011 árs fengu aldraðir og öryrkjar hungurlús,2.3% hækkun sem skipti engu máli.Með því að kjararáð notar það sem rökstuðning fyrir hækkun launa þingmanna í 1,1 milljón á mánuði ( 44% hækkun til viðbótar annarri hækkun fyrr á árinu) að það sé verið að  leiðrétta laun langt til baka ( frá 2009) er eðlilegt að kjör aldraðra og öryrkja séu leiðrétt langt til baka,frá 2009 a.m.k Það þýðir,að lífeyrir aldraðra og öryrkja á að hækka um 30%.Þessari leiðréttingu lofuðu Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur fyrir kosningar 2013 en sviku það og bættu um betur; framkvæmdu nýja kjaragliðnun á stjórnartíma sínum.

Alþingismenn ættu að sjá sóma sinn i því að leiðrétta lífeyrir akdraðra og öryrkja eins og þeir eiga rétt á frá 2009 í stað þess að fjalla eingöngu um sín eigin laun.

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson,net

 


Bloggfærslur 26. febrúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband