Alvarleg mistök alþingis við lagasetningu um TR!

Alþingi samþykkti í gærkveldi afturvirka breytingu á lögum um almannatryggingar,þar eð talið var að gerð hefðu verið mistök við lagasetningu um TR síðasta haust.Vegna mistakanna í lagasetningunni átti Tryggingastofnun ekki að draga greiðslur úr lífeyrissjóði frá lífeyri TR eins og stefnt var að.Tryggingastofnun fór þó ekki eftir "ranga" lagatextanum  heldur fór í janúar og febrúar eftir lagatextanum eins og stofnunin taldi að hann ætti að vera en ekki eins og hann var.TR uppgötvaði mistök alþingis 20.janúar.En þá er spurningin: Má samþykkja afturvirka og íþyngjandi ráðstöfun gagnvart lifeyrisþegum eins og alþingi gerði í gærkveldi.Ég tel ekki.Ég tel,að það standist ekki.Arnar Þór Jónsson lektor við Háskólann í Rvk segir að færa megi góð rök fyrir því að afturvirknin sé ólögmæt, að því er Fréttablaðið segir. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir,að ekki megi krefja aldraðra og öryrkja um endurgreiðslu á því sem TR og alþingi telji að ofgreitt hafi verið.Hér sé um mistök alþingis að ræða sem þingið og TR verði að bera ábyrgð á. Ég er sammmála því.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 28. febrúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband