Ríkisstjórnin lét vogunarsjóðina (hrægammana) plata sig!

Rætt var um afnám hafta  á alþingi í gær.Ráðherrarnir  Benedikt Jóhannnesson fjármálaráðherra og Bjarni Benediktsson,forsætisráðherra, réðu sér ekki fyrir kæti yfir afnámi haftanna og töldu greinlega,að þeir hefðu unnið einhver mikil afrek. Katrín Jakobsdóttir formaður VG sagði,að rétt væri fyrir fjármálaráðherra að athuga það í sambandi við þetta mál, að það væri ekki árið 0 nú eins og hann virtist halda.Margar ríkisstjórnir hefðu unnið að þessu máli.Hún benti á,að  stjórnarandstaðan hefði alltaf stutt allar aðgerðir  til undirbúnings afnámi haftanna.

 Athyglisvert er í þessu sambandi að rifja upp, að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur flutti frumvarp árið 2011 um að fella slitabú föllnu bankanna undir fjármagnshöftin.Ef það hefði ekki verið gert hefði ekki verið unnt að afnema höftin ,þar eð þá hefðu slitabúin og vogunarsjóðirnir, sem eru stærstu kröfuhafarnir,geta farið með  krónueign sína út úr landinu án þess að spyrja leyfis.En það merkilega var,að hvorki Framsóknarflokkurinn né Sjálfstæðisflokkurinn studdu frumvarpið. Í  rauninnii voru þessir flokkar þá að greiða atkvæði á móti  afnámi hafta .

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknar og fyrrverandi forsætisráðherra gagnrýndi harðlega hvernig núverandi ríkisstjórn hefði staðið að loka skrefi í afnámi haftanna. Hann sagði,að ríkisstjórn hans,sem Bjarni sat í sem fjármálaráðherra, hefði  ákveðið, að  ekki yrði samið við vogunarsjóðina ( hrægammana) heldur þeim tilkynnt,að þeir gætu farið út með krónur á ákveðnu gengi en ef þeir gengju ekki að því  gæti tekið mörg ár,jafnvel áratugi fyrir þá að komast með krónurnar úr landi.Nýja ríkisstjórnin hefði vikið frá þessari stefnu og setst að samningum með vogunarsjóðunum ( hrægömmunum ) í New York. Verðið,gengið,sem vogunarasjóðirnir fengu í fyrra. hefði í samningum verið lækkað úr 190 kr á evru í 137,50 á evru.Með þessu nýja tilboði til vogunarsjóða hefðu þeir fengið ríflega gjöf frá ríkinu ,morgungjöf,sagði Sigmundur.

Þrátt fyrir þetta nýja tilboð til vogunarsjóða og ríflega gjöf til þeirra eru 100 milljarðar af krónueign (snjóhengju) eftir.Spurning er hvort þeir,sem greiddu 190 kr í fyrra fyrir evruna   fara í mál og heimta sama gengi og nú fékkst.

Björgvin Guðmundsson

 

 


Bloggfærslur 14. mars 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband