Ímynduð bótasvik: Enginn stjórnmálamaður beðist afsökunar!

Bótasvikum var logið upp á  aldraða og öryrkja, lífeyrisþega 2013.Ríkisendurskoðun og Tryggingastofnun gáfu  sér, að skoðunarkönnun um bótasvik í sveitarfélögum i Danmörku gilti á Ísland !Þetta er fáheyrt.Samkvæmt dönsku skoðunarkönnuninni áttu bótasvik í Danmörku að vera 3,5 milljarðar á ári.Fulltrúi ríkisendurskoðunar hér sagði,að ef bótasvik væru jafnmikil á Íslandi og samkvæmt dönsku skoðunarkönnuninn væru þau 3,5 milljarðar á ári hér!Vigdís Hauksdóttir sagði á alþingi,að bótasvikin væru 9-10 milljarðar á ári.Hún ýkti töluna verulega.

Helgi Seljan frá kastljósi átti viðtal við Eygljó Harðardóttur fyrrum félagsmálaráðherra til þess að athuga hvort hún teldi,að mistök hefðu verið gerð með því að leggja danska skoðunarkönnun til grundvallar ályktun um bótasvik á Íslandi.Hún fékkst ekki til að viðurkenna nein mistök.Hún baðst ekki afsökunar á þessari framkomu við aldraaða og öryrkja og raunar hefur enginn íslenskur stjórmálamaður beðist afsökunar á þessari framkomu við aldraða og öryrkja.Það er ekki háttur íslenskra stjórnmálamanna að biðjast afsökunar!

Björgvin Guðmundsson

 

 


Bloggfærslur 31. mars 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband