Eru starfsaðferðir aldraðra í kjaramálum réttar? Fara á nýjar leiðir!

 

Kjarabarátta eldri borgara á erfitt uppdráttar og skilar ekki alltaf miklum árangri.Félög eldri borgara gera ályktanir um kjaramál og senda þær valdhöfunum; einnig er rætt við stjórnarherrana og útskýrt fyrir þeim, að lífeyrir aldraðra sé of lágur hjá þeim, sem einungis hafa tekjur frá almannatryggingum og skerðingar of miklar.Ályktanirnar lenda oftast í ruslakörfu valdhafanna og viðræður við þá skila litlu.Ég hef lagt til,að teknar verði upp nýjar baráttuaðferðir: Leitað verði samstarfs við verkalýðshreyfinguna og þess óskað,að hún taki upp kjarakröfur eldri borgara í viðræðum við stjórnvöld.Reynt hefur verið að fara þá leið og þegar verkalýðshreyfingin tók upp mál eldri borgara við stjórnvöld skilaði það árangri. Stjórnvöld hlusta á verkalýðshreyfinguna enda hefur hún vopnin; hún hefur mikið vald.Á þessu samstarfi þarf að verða framhald.Einnig tel ég, að fara megi dómstólaleiðina.Stefna á ríkinu vegna brota á stjórnarskrá og vegna mannréttindabrota gagnvart öldruðum..

Hagvöxtur er meiri á Íslandi í dag en á nokkru öðru hinna Norðurlandanna.Samt gera íslensk stjórnvöld ekkert til þess að bæta kjör aldraðra.Kjör þeirra verst stöddu eru áfram 197 þúsund kr á mánuði eftir skatt hjá giftum og 230 þúsund á mánuði hjá einhleypum eftir skatt.Sumir telja,að ekki eigi að finna að þessu.En ég er á annarri skoðun.Ég tel,að berjast eigi gegn þessu ranglæti þar til það hefur verð leiðrétt.Þetta eru ekki mannsæmandi laun.Kjör aldraðra voru skert meira um síðustu áramót en sem svaraði hungurlúsinni sem aldraðir fengu í „kjarabót“. Skerðing húsaleigubóta jókst um áramót og aðrar skerðingar jukust einnig ,þannig að hungurlúsin hvarf strax.Það er bæði verið að fremja stjórnarskrárbrot og mannréttindabrot á þeim eldri borgurum,sem verst eru staddir.

Björgvin Guðmundsson


Ráðstöfun Granda brot á lögunum um stjórn fiskveiða?

 

 

 

Grandi hefur ákveðið að segja upp  86 starfsmönnum fiskvinnslu fyrirtækisins á Akranesi, þar eð  fyrrtækið ætlar að flytja vinnsluna til Reykjavíkur.Öllum starfsmönnum botnfiskvinnslu fyrirtækisins á Akranesi er sagt upp. Grandi dró fulltrúa Akranesbæjar á asnareyrunum í margar vikur og þóttist vilja ná samkomulagi um hafnarframkvæmdir sem áttu að stuðla að því,  að Grandi gæti haldið vinnslunni áfram á Akranesi.En þetta voru málamyndaviðræður af hálfu Granda.Þeir meintu ekkert með viðræðunum.

Í 1.grein laganna um stjórn fiskveiða segir svo: Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.Ég tel,að Grandi sé að brjóta ákvæði  þessara laga með því að loka botnfiskvinnskunni á Akranesi og segja upp 86 manns þar.Fyrirtækið er ekki að tryggja með þeirri ráðstöfun trausta atvinnu og byggð á Akranesi.Fyrirtækið er að rústa atvinnu og byggð þar og ganga gegn þeim fyrirheitum,sem gefin voru þegar HB gékk til samstarfs við Granda.Fyrirtækið  Grandi hefur náð markmiði sínu; að hirða kvótann af Akurnesingum og hundsa ákvæði laganna um að tryggja trausta atvinnu og byggð a Akranesi.Grandi beitir þarna sömu aðferð og kvótakóngar hafa beitt um allt land; að  fara með kvótann á brott og skilja eftir sviðna jörð heimabyggðar.

Það verður annað hvort að skerða kvóta Granda eða hækka veiðigjöld fyrirtækisins.Sjávarútvegsráðherra vill sennilega fremur fara seinni leiðina miðað við ummæli ráðherra í fjölmiðlum.

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 

 

 


Bloggfærslur 12. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband