Fráleitt að banna reiðufé

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra hefur áhuga á því að banna reiðufé.Það er furðulegt.Hann hefur nefnt málamyndástæður fyrir því svo sem að koma  eigi í veg fyrir að hryðjuverkamenn geti þvegið peninga sína á Íslandi.Ekki hafa verið birtar neinar upplýsingar um að það hafi verið reynt.Ég tel þetta  vera algera málamyndaástæðu.Sennilegra er,að Benedikt vilji færa sem mest viðskipti til kortafyrirtækjanna.Landsbankinn færði Borgun nokkra milljarða á silfurfati  með vafasömum viðskiptum.Margir töldu þá,að bankamálaráðherrann þáverandi,BB,hefði haft puttana í þeim viðskiptum.Það vekur mikla tortryggni,að Benedikt fjármálaráðherra vilji nú fullkomna verkið með því að færa kortafyrirtækjunum öll peningaviðskipti en ef Benedikt bannar reiðufé færast þau viðskipti öll til kortafyrirtækjanna.

Erna Indriðadóttir segir,að engri annarri þjóð hafi komið til hugar að banna reiðufé.Og það er rétt enda er þetta fráleit ráðstöfun. Fólk á að geta ráðið því sjálft hvort það vilji borga með peningum eða greiðslukortum.Stjórnvöld eiga ekki að ákveða það fyrir okkur.Einhvern tímann hefði það þótt alger forsjárhyggja,að stjórnvöld ætluðu að taka slíka ákvörðun fyrir almenning.Ef einhver vinstri flokkur hefði lagt slíkt til hefði Sjálfstæðisflokkurinn(og útibú) umhverfst.
 
Björgvin Guðmundsson

Bloggfærslur 25. júní 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband