Viljum við taka á móti flóttamönnum ?

 

 

 

Nokkur ágreiningur er hér á landi um afstöðuna til flóttamanna.Enda þótt flóttamenn og aðrir innflytjendur  hafi misjafna réttarstöðu hér er í umræðunni lítill greinarmunur gerður á flóttamönnum.Annað hvort eru menn hlynntir komu erlendra flóttamanna til landsins eða þeir eru andvígir því; sá fyrirvari er þó oftast hafður á, að menn vilji ,að Ísland taki á móti litlum hóp illra stæðra flóttamanna samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum okkar.

 Ég tel,að Ísland eigi að taka á móti álíka mörgum flóttamönnum hlutfallslega eins og hin Norðurlöndin.Efnahagur okkar er svipaður.Reynsla okkar af móttöku kvótaflóttamanna er nokkuð góð.Við höfum valið þessa flóttamenn sjálfir.Valið hefur tekist nokkuð vel.Við höfum yfirleitt fengið hingað flóttamenn sem reynst hafa vel og aðlagast  ágætlega íslensku samfélagi.

Deilurnar eru sennilega mestar um hælisleitendur,sem koma hingað að eigin frumkvæði t.d pólitískir flóttamenn.Þeir þurfa oft að bíða lengi eftir niðurstöðu yfirvalda.Stefnt er að því að afgreiða mál þeirra á  6 mánuðum en oft  vill það dragast miklu  lengur. Margir gagnrýna,að slíkum hælisleitendum skuli séð fyrir húsnæði og framfærslu á meðan þeir bíða.En ef afgreiðsla mála þeirra dregst meira en eðlilegt getur talist er eðlilegt að  þeim sé haldið uppi á meðan.Ef um mjög efnað fólk er að ræða er heimilt að láta hælisleitendur greiða hluta  kostnaðar eða allan kostnaðinn.

Sumir segja,að hælisleitendur og flóttamenn fái óeðlilega mikla fyrirgreiðslu hér,of mikinn styrk; fjárframlög til þeirra komi niður á öðrum velferðarmálum hér svo sem lífeyri til aldraðra og öryrkja.Ég tel þetta vera ýkjur.Ég reikna ekki með,að framlög til aldraðra og öryrkja mundu neitt aukast þó öll framlög til hælisleitenda  og flóttamanna væru felld niður í dag.

 Íslensk stjórnvöld eru jafn neikvæð gagnvart öldruðum og öryrkjum hvort sem kreppa eða uppsveifla er í efnahagslífinu.Við eigum þess vegna að hætta neikvæðri  umfjöllun um flóttamenn og hælisleitendur.Við höfum gengist undir alþjóðlegar skuldbindingar um að aðstoða þessa hópa. Og Ísland er ríkt land,sem ræður  vel við þetta verkefni.En er það ekki rannsóknarefni,að enda þótt uppsveifla sé í þjóðfélaginu,margra mánaða biðlisti eftir nýjum bílum,allar ferðir uppseldar til útlanda,öll eyðsla í hámarki á vörum og þjónustu,byggingarstarfsemi í hæstu hæðum,þar á meðal hótelbyggingar, skuli  samt ekkert gert til þess að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja myndarlega.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 


Bloggfærslur 28. ágúst 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband