Orð félagsmálaráðherra 2009: Kjaraskerðingin á að gilda í 3 ár

 1. júlí sl. voru liðin 3 ár frá því að sett voru lög sem skertu alvarlega tekjur og réttindi lífeyrisþega sem barist hafði verið fyrir tugi ára. Þegar skerðingarnar 1. júlí 2009 komu til tals um miðjan júní nefndi þáverandi félagsmálaráðherra að skerðingarnar væru tímabundnar til 3ja ára. Minnt er á að lífeyrisþegar urðu fyrstir fyrir skerðingum í upphafi kreppunnar og þá með sérstöku loforði um að kjör þeirra yrðu leiðrétt um leið og fjárhagsstaða ríkissjóðs batnaði. 3ja ára tímabilið er liðið og horfur í efnahagsmálum eru sagðar jákvæðar. Í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar frá mars 2009 er hvergi minnst á almannatryggingakerfið né sett fram áætlun um hvernig áhrif niðurskurðar skuli ganga til baka. Engin skrifleg áætlun stjórnvalda er til um hvernig á að bæta lífeyrisþegum upp skerðingarnar.

Greiðslur almannatrygginga hafa ekki hækkað til samræmis við 69. gr. laga um almannatryggingar fjögur ár í röð, eða síðan fyrir efnahagshrunið. Lagagreinin var sett inn í lögin til að vernda afkomu lífeyrisþega. Lífeyrisgreiðslur ná hvorki að halda í við verðlagshækkanir né launaþróun síðustu ára. Árin fyrir efnahagshrunið fengust engar raunhækkanir eða réttindabætur og því borið við að slíkt myndi auka of mikið á þenslu í samfélaginu. Staða fjölda lífeyrisþega var því erfið þegar efnahagshrunið skall á og er í dag enn erfiðari.

Hækkun lífeyrisgreiðslna í kjölfar kjarasamninga í júní 2011 hefur engan veginn náð að halda í við eða bæta lífeyrisþegum það sem upp á vantar ef 69. gr. laganna hefði verið framfylgt. Hækkunin kemur engan veginn til móts við kröfur bandalagsins. Lægstu laun skv. kjarasamningum ASÍ og ríkisins hækkuðu árlega mun meira síðustu ár en lífeyrisgreiðslur almannatrygginga ár hvert. ( Úr opnu bréfi Öryrkjabandalagsins til alþingismanna sl. vor).

Ég get tekið undir hvert orð í bréfi Öbi til þingmanna.Hér er það staðfest,að ráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur lýsti því yfir,að kjaraskerðing aldraðra og öryrkja ætti að standa í 3 ár.Við það verður að standa. Það þýðir ekkert fyrir Samfylkingu og VG að fara í kosningar án þess að efna þetta loforð áður.Það verður að afturkalla kjaraskerðinguna um næstu áramót.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Gott blogg hjá þér að vanda, Björgvin minn! Ég stend heils hugar með þér, þó að flokkurinn okkar gamli (hægri kratar) sé nú týndur og/eða tröllum gefinn ? ´Ég tel, að hún, Jóhanna hafi fengið áfall, nær hennar tími loksins kom ? Pabbi hennar, Sigurður, var góður kall, kenndi mér efnafræði í MR, vænn og góður kennari og maður réttlátur svo af bar. Ég dáði þann mann mikið!

Kv.,KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 6.11.2012 kl. 05:55

2 Smámynd: gudno

Sæll Björgvin þú ert ötull liðsmaður í baráttunni fyrir réttindum aldraða. Sendi þér bréf sem ég sendi Árna Páli Árnasyni, fyrrverandi félagsmálaráðherra og viðskipta- og efnahagsráðherra. Það hljóðar svo: Sæll Árni Páll Árnaon

Mér ofbauð að heyra í rangfærslum þínum varðandi lífeyrimál aldraða  á Útvarpi Sögu í s.l. viku. Aldraðir á Íslandi  hafa aldrei haft það eins slæmt eins og undir þessari ríkisstjórn. (Undanskilið þá aldraða sem eru á sér kjörum að vanda). Lögin, sem þú og þín ríkisstjórn setti að næturlagi 1.júlí 2009 sem átti að vera til bráðabirgðar, en eru enn við líði í lok árs 2012 eru  þinni ríkisstjórn til langtíma skammar. Tekjutryggingingar hafa ýtt eldri borgurum út af vinnumarkaðnum, sem  vissulega var tilgangurinn  með lögunum, eins og þú sagðir sjálfur, væri þetta gert vegna atvinnuleysis til að rýma fyrir atvinnu færu fólki, svo smekklaust sem það nú var. Með þessum lögum var fóturinn settur fyrir þá eldri borgara sem eru vinnufærir og vildu geta lifað mannsæmandi lífi, komið sér yfir kr.173.735 þús. Lífeyrissjóðirnir skerðast krónu à móti krónu (upp að ca. kr.80 þús.) þá skiptir engu hvort eldri borgari hefur  borgað í lífeyrisjóði eða ekki. Eru þetta skilaboðin, sem þín ríkisstjórn vill senda til þeirra sem eru að borga í lífeyrissjóði?

þessi ríkisstjórn hefur bundið ótal eldriborgara í fjötra fátæktar og niðurlæginar.

Hvorki þú né þín ríkisstjórn getur farið í heiðarlega kosningbaráttu með þetta svínarí á bakinu nóg er nú samt fyrir ykkur að kljást við. Þessi ólög verður að afnema, strax. Hér koma dæmi um afleiðingar og áhrif laga frá 1. Júlí 2009 :1.Fyrst ber ég saman tvo einstaklinga. Annar þeirra hefur engar tekjur sér til framfærslu nema frá Tryggingastofnun ríkisins. Þær nema 203.005 kr. á mánuði. Af þeim greiðir hann 29.270 kr. í skatta og á þá eftir sér til framfærslu 173.735 kr. á mánuði. .Hinn einstaklingurinn fær 50 þús. kr. greiðslur á mánuði frá lífeyrissjóðum, sem veldur því að greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins lækka um nákvæmlega sömu fjárhæð eða úr 203.005 kr. í 150.003 kr. Ríkið tekur allan lífeyrissjóðinn til sín og einstaklingurinn situr eftir fastur í fátæktargildrunni.2..Hér reikna ég  með því að einstaklingurinn hafi 80 þús. kr. í lífeyrissjóðstekjur á mánuði. Við það lækka greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins úr 203.005 kr. í 125.900 kr. Þannig nær ríkið 78.186. kr. af þessum 80 þús. kr. en einstaklingurinn fær 1.814 kr í sinn hlut.3. Í þriðja dæminu tek ég  tvo  einstaklingar, sem engar greiðslur fá úr lífeyrissjóðum. Annar þeirra hefur 50 þús. kr. í atvinnutekjur á mánuði. Hann ber úr býtum 178.654 kr. eftir skatt í staðinn fyrir 173.735 kr. Af þessum 50 þús. kr. fær hann með öðrum orðum 4.919 kr. en ríkið tekur til sín 45.081 kr. eða ríflega 90%.4. Í þessu dæmi fékk ég sjálf að kenna illilega á því, að hafa 80 þús. kr. í atvinnutekjur á mánuði og fá í minn hlut 12.765 kr. en ríkið tók  til sín 67.235 kr. Ríkið tók líka lífeyrissjóðinn.    Árni Páll nenni ekki að husta á afsakannir þið einfaldlega getið ekki ráðist á eldri borgurum  með þessum hætti. Auðvita varðar þetta fjárhag eldri borgara en gleymdu því ekki að þessi ólög varaða líka  heilbrigðismál.Bið þig vinsamlega að koma afriti til Jóhönnu Sigurðardóttur.(ekki Hrannars), hún hefði gott af því að vita hvað er í gangiJ.  KveðjaGuðrún Norberg

gudno, 8.11.2012 kl. 14:20

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta er hrollvekja Guðrún Norberg!

Þess verður að krefjast af stjórnmálamönnum að þeir tali um raunveruleikann en noti ekki vafasamar reiknikúnstir og orðhengilshátt til að finna réttlætingu á óviðunandi ástandi.

Árni Gunnarsson, 10.11.2012 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband