Laugardagur, 15. nóvember 2008
Guðni útilokar ekki aðild að ESB
Ákveðið hefur verið að flýta landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem halda átti í október á næsta ári, og verður hann í lok janúar. Þá hefur flokkurinn ákveðið að skipa nefnd um Evrópumál og mun hún skila af sér skýrslu sem tekin verður fyrir á fundinum.
Ágúst Ólafur segir að ákvörðun Sjálfstæðisflokksins sé jákvætt skref. ,,Auðvitað hefðum við viljað að hann tæki stærri skref á þessum tímapunkti en við fögnum þessum áfanga. Það eru fjölmargir sem vilja að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu hvort sem litið er til Alþýðusambandsins eða atvinnurekenda og það er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki setið eftir."
Ágúst Ólafur vonast til þess að nefndarvinna Sjálfstæðisflokksins muni flýta fyrir breyttri stefnu ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum. Ríkisstjórnin verði að sækja um aðild að Evrópusambandinu meðal annars til þess að þjóðin komist upp úr þeim öldudal sem hún er í þessa stundina.(mbl.is)
Yfirlýsing Guðna er mjög athyglisverð. Svo virðist sem hann hafi ákveðið að halla sér að ESB eftir að Bjarni Harðarson sagði af sér þingmennsku en Bjarni var eini stuðningsmaður Guðna í Evrópumálum í þingflokknum.Guðni hefur séð fram á að einangrast algerlega í Framsókn ef hann mundi ekki breyta um stefnu.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Guðni vill skoða ESB-aðild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:33 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.