Þriðjudagur, 10. apríl 2007
Frammistaða Ingibjargar Sólrúnar góð
Frammistaða Ingibjargar Sólrúnar í leiðtogaumræðum ríkisútvarpsins í gærkveldi var mjög góð.Hún var eini leiðtoginn,sem gagnrýndi harðlega óásættanleg kjör eldri borgara eftir 12 ára stjórn íhalds og framsóknar og hún gagnrýndi m.a. harðlega að lífeyrir, ævisparnaður aldraðra, væri skattlagður eins og atvinnutekjur. Morgunblaðið tekur undir sjónarmið Ingibjargar í þessu efni í leiðara í dag. Gagnrýnir blaðið ríkisstjórnina fyrir að viðurkenna ekki að misskipting hafi aukist og kjör aldraðra séu bág.
Þáttur með 6 stjórnmálaleiðtogum er erfiður í framkvæmd. En annar stjórnandinn,Sigmar,var greinilega hlutdrægur og á bandi Geirs H. Haarde í þættinum. Það verður að gera þá kröfu til stjórnenda ríkisútvarpsins í slíkum þáttum, að þeir gæti fyllstu óhlutdrægni.
Björgvin GuðmundssonMánudagur, 9. apríl 2007
Orkufyrirtækin best komin í höndum opinberra aðila
Í drögum að stjórnmálaályktun Sjálfstæðisflokksins fyrir landsfund 2007 kemur fram, að flokkurinn vill einkavæða orkufyrirtæki landsmanna. Þessu er ég algerlega andvígur. Ég tel t.d., að orkuveita Reykjavíkur sé best komin í höndunum á Reykjavíkurborg og fram til þessa hefur Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík látið sem hann væri því sammála. En svo virðist ekki vera, ef miða á við drög að landsfundarályktun flokksins. Ég tel einnig,að landsvirkjun sé best komin í höndunum á ríkinu. Það er komið nóg af einkavæðingu eða einkavinavæðingu og raunar þyrfti að stíga skref til baka í því efni.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 8. apríl 2007
"Vinsældir" flokksforingja
Gallup hefur birt vinsældakönnun um flokksforingjana. Geir H.Haarde formaður Sjálfstæðisflokksins mælist vinsælastur.Það þarf ekki að koma á óvart. Formaður Sjálfstæðisflokksins mælist yfirleitt vinsælasti stjórnmálamaðurinn og virðist litlu skipta hver er í formannssætinu. Nú hefur Geir H.Haarde t.d. látið lítið að sér kveða undanfarið. Það hefur lítið heyrst í honum. En hann er samt vinsæll. Ef til vill er hann vinsælli eftir því sem minna heyrist í honum. Steingrímur J. er nr. 2 og Ómar Ragnarsson nr. 3. Síðan kemur Ingibjörg Sólrún formaður Samfylkingarinnar. Það er mikið gert úr því, að Ingibjörg Sólrún skuli ekki vera ofar á þessum lista.
Fyrir 4 árum mældist Ingibjörg Sólrún í slíkum könnunum vinsælasti stjórnmálaforinginn og var 10 prósentustigum fyrir ofan þáverandi formann Sjálfstæðisflokksins. Hún hafði þá verið borgarstjóri og leiðtogi R-listans í 9 ár og menn voru að dæma hana af verkum sínum. Það ríkti almenn ánægja með störf Ingibjargar Sólrúnar sem borgarstjóra og það kom fram í skoðanakönnunum. Nú er fyrst og fremst verið að dæma eftir áróðri fjölmiðla og Morgunblaðið hefur rekið stanslausan áróður gegn Ingibjörgu Sólrúnu og neynt að níða hana niður. Á sama tíma hefur Morgunblaðið verið að mæra Steingrím J. Blaðið vill fá Vinstri græna sem nýja hækju fyrir íhaldið í stað Framsóknar.Það hefur ekki verið rekinn eins hatrammur áróður gegn neinum stjórnmálaforingja eins og gegn Ingibjörgu Sólrúnu. Það má segja, að allir fjölmiðlar hafi þar lagst á eitt. Af þeim sökum er ekki undarlegt þó hún mælist ekki hátt í vinsældakönnunum. En Ingibjörg Sólrún lætur engan bilbug á sér finna og Samfylkingin fylkir sér um foringja sinn og ætlar að sigra í þingkosningunum í næsta mánuði.
Björgvin GuðmundssonLaugardagur, 7. apríl 2007
Gróf misnotkun á framkvæmdasjóði aldraðra
Sem dæmi um grófa misnotkun á framkvæmdasjóði aldraðra má nefna eftirfarandi úthlutanir ráðherra Framsóknar á fjármunum úr sjóðnum:
Kr. 669.751 til Hauks Guðlaugssonar og Gunnars Kvaran vegna tónleikahalds á öldrunarstofnunum. Kr. 365.000 til samráðshóps um stöðu aldraðra vegna ráðstefnuhalds, Kr. 1.270.198 til landlæknisembættisins vegna gagnagrunns á öldrunarsviði. Kr. 447.558 til heilbrigðis-og tryggingarráðuneytis vegna útgáfu upplýsingaritsins ný sýn ( kosningabæklingur ) Kr. 1.712.108 til rannsóknarstofu Háskóla Íslands og LSH vegna rannsókna í öldrunarfræðum. Kr. 5.052.745 til Háskóla Íslands vegna lektorsstöðu í félagsvísindadeild. Kr. 365.000 til samráðshóps um stöðu aldraðra vegna ráðstefnu um stöðu aldraðra á vinnumarkaði .Kr. 557.977 til samráðsnefndar um málefni aldraðra,nefndarlaun og kostnaður. Kr. 3.851.213 til landlæknis vegna framkvæmdar á vistunarmati. Kr. 1.713.000 til Pálma Jónssonar,læknis, vegna þróunar og aðlögunar á RAI mælitæki. Kr. 1.077.320 til Halldórs S.Guðmundssonar og Mörtu G.Bergmann vegna sjálfs-mats eldri borgara,verkefni. Kr. 500.000 til Hafnar í Hornafirði vegna verkefnis v.heimaþjónustu Kr. 500.000 til óperukórsins í Reykjavík vegna tónleikahalds á öldrunarstofnunum. Kr. 100.000 til Hrafns Pálssonar vegna útgáfu á hljómdiski. Kr. 135.000 til Bryndísar Erlingsdóttur,sjúkraþjálfara, vegna ráðstefnu í Noregi. Kr. 1 milljón til Háskóla Íslands vegna kaupa á kennslubúnaði. 1 milljón til Jóns Hermannssonar,Tefra Film, vegna fræðsluefnis fyrir útlendinga,sem starfa við umönnun á sjúkrahúsumn Kr. 500.000 til utanríkisráðuneytisins vegna alþjóðaþings um málefni aldraðra.
Sjóðurinn allra gagn!
Ásta R. . Jóhannesdóttir alþingismaður fékk framangeindar upplýsingar á alþingi sem svar við fyrirspurn. Framangreindar upplýsingar leiða í ljós, að misnotkunin á framkvæmdasjóði aldraðra hefur verið mun grófari en menn gátu ímyndað sér. Það er engu líkara en Framsóknarmennirnir í ráðherrastólum heilbrigðismála hafi notað sjóðinn sem allra gagn, veitt úr honum í allar áttir, til tónleikahalds, þátttöku í ráðstefnum erlendis, til Háskóla Íslands til þess að greiða nefndarstörf og jafnvel til utanríkisráðuneytisins eins og það ráðuneyti hafi verið á horriminni og ekki geta greitt sinn eigin kostnað. Það skiptir engu máli þó tónleikar og ráðstefnur hafi tengst eldri borgurum.
Farið langt út fyrir heimildir
Framkvæmdasjóður átti ekki að greiða slíkan kostnað. Hann átti að greiða framkvæmdir í þágu aldraðra eins og nafnið bendir til og samkvæmt sérstökum heimildum vissan rekstur hjúkrunarstofnana fyrir aldraða,sem aldrei skyldi verið hafa. Ég tel, að heilbrigðisráðherrar Framsóknar hafi farið langt út fyrir heimildir sínar með rástöfun úr framkvæmdasjóði aldraðra.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 4. apríl 2007
Kaffibandalagið stendur
Nokkurs taugatitrings gætir nú innan kaffibandalagsins vegna heilsíðuauglýs-
ingar Frjálslynda flokksins í Fréttablaðinu um innflytjendamálin.Í þessari auglýsingu var gefið til kynna,að Frjálslyndi flokkurinn vildi ekki að sams konar ástand myndaðist hér vegna fjölda innflytjenda og skapast hefði í grannlöndum okkar, þar sem vandamál eru mikil í tengslum við innflytjendur.Er þessari auglýsingu greinilega ætlað að draga kjósendur að Frjálslynda flokknum án þess að segja fullum fetum hvað frjálslyndir vilji gera í málum innflytjenda. Nokkrir stjórnmálafræðingar hafa sagt, að þessi auglýsing leiði í ljós, að kaffibandalagið sé búið að vera. Ekki verði unnt fyrir Samfylkingu og vinstri græna að mynda stjórn með frjálslyndum. Þetta er of djúpt í árinni tekið. Össur Skarphéðinsso, formaður þingsflokks Samfylkingar, hefur réttilega bent á, að ekki eru neinar beinar tillögur í umræddri auglýsingu Frjálslynda flokksins.Hann telur ekki auglýsinguna boða endalok kaffibandalagsins.
Reynir ekki á þetta fyrr en eftir kosningarHvað sem öllum taugatitringi líður og yfirlýsingum talsmanna Samfylkingar og Vinstri grænna um kaffibandalagið er ljóst, að bandalagið stendur á meðan ekki brýtur formlega á einhverjum mikilvægum málum. Og á það reynir ekki að fullu fyrr en eftir kosningar. Fram að kosningum verður aðeins um vægar skilmingar að ræða innan bandalagsins.
Málflutningur Frjálslynda flokksins í innflytjendamálum virðist að hluta til byggður á misskilningi. Eitt aðalatriðið í máli frjálslyndra er, að þeir vilji fresta komu vinnuafls hingað frá EES og beita í því skyni undanþáguákvæðum EES samningsins. En það er ekki unnt að láta þessi ákvæði virka til baka. Það er einungis unnt að beita aðlögunarákvæðum og fá frest gagnvart þeim ríkjum, sem eru að ganga inn í ESB en ekki gagnvart þeim,sem þegar eru komin inn.Önnur undanþáguákvæði eiga hér ekki við. Þegar frjályndir átta sig á þessu verður ekki um mikinn ágreining að ræða.Það verður auðvelt að ná samkomulagi um einhvern aðlögunartíma vegna vinnuafls frá ríkjum,sem ekki eru þegar komin í EES.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 3. apríl 2007
Samskipti við Færeyjar aukin
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 3. apríl 2007
Samskipti við Færeyjar aukin
Samskipti Íslands og Færeyja hafa löngum verið góð.Færeyingar hafa oft sótt vinnu til Íslands og Íslendingar hafa stofnað til atvinnureksturs í Færeyjum, m.a. útgerð. Ísland hefur gert fríverslunarsamning við Færeyjar. Ísland hefur nú opnað ræðisskrifstofu í Þórshöfn. Skrifstofan heyrir undir sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn. Aðalræðismaður Íslands í Þórshöfn er Eiður Guðnason og heyrir hann undir sendiráðið í Kaupmannahöfn.Eiður var blaðamaður á Alþýðublaðinu, alþingismaður fyrir Alþýðuflokkinn og umhverfisráðherra en síðan sendiherra í utanríkisþjónustunni.
Valgerður Sverrisdóttir,utanríkisráðherra, á þakkir skilið fyrir að opna ræðisskrifstofu í Færeyjum.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 3. apríl 2007
Kosningin i Hafnarfirði mun hafa áhrif
Mikið er nú rætt um kosninguna í Hafnarfirði um stækkun álversins. Fellt var með naumum meirihluta að heimila stækkun.Andstæðingar stækkunar eru ánægðir með úslitin þó mjóu hafi munað en hinir,sem vildu heimila stækkun eru óánægðir. Rannveig Rist forstjóri álversins í Hafnarfirði segir þetta eitt mesta áfall álverksmiðjunnar.
Það er mjög jákvætt,að sveitarfélög leggi stór og mikilvæg málefni undir dóm kjósenda.Og sjálfsagt verður meira um það í framtíðinni en verið hefur. En ekki er sama hvernig staðið er að slíkum atkvæðagreiðslum. Álverið í Hafnarfirði hafði unnið að undirbúningi stækkunar í 8 ár. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafi úthlutað álverinu lóð undir stækkaða verksmiðju. Nýtt deiliskipulag fyrir stærri verksmiðju hafði hins vegar ekki verið samþykkt og raunar var það sú skipulagstillaga,sem borin var undir atkvæði Hafnfirðinga í kosningunni síðasta sunnudag. Það hefði verið eðlilegra, að þessi kosning hefði farið fram mikið fyrr, t.d. fyrir 4 árum.Þá hefði mátt spara mikið fé og fyrirhöfn.
Menn velta því fyrir sér hvort kosningin um stækkun álversins í Hafnarfirði muni hafa mikil áhrif á þróun stóriðju í landinu almennt. Tíminn einn leiðir hið rétta í ljós í því efni. Sjálfsagt mun kosningin í Hafnarfirði hafa einhver áhrif í þessu efni. Erlendir fjárfestar verða sjálfsagt eitthvað varkárari í fjárfestingum hér á landi og svipaðra áhrifa mun ef til vill gæta að einhverju leyti hjá stórnvöldum, í sveitarstjórnum og í landinu. Slík áhrif af völdum kosningarinnar í Hafnarfirði eru aðeins til góðs.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 2. apríl 2007
DV og utanríkisþjónustan
DV skrifar grein um utanríkisþjónustuna 30.mars sl. Segir blaðið,að utanríkisþjónustan sé misnotuð og mikið um pólitíska sendiherra. Hafi keyrt um þverbak í þeim efnum þann stutta tíma, sem Davíð Oddsson hafi verið utanríkisráðherra en hann var rúmt ár í því embætti. Á þeim tíma tíma skipaði hann 11 sendiherra samkvæmt frásögn DV.Þar af voru 7 pólitískt skipaðir.Hefur enginn utanríkisráðherra afrekað svo mikið í pólitískum embættaveitingum sem þetta en fast á hæla honum kemur Halldór Ásgrímsson.
DV skýrir frá því, að starfsmannaráð flutningsskyldra starfsmanna í utanríkisþjónustunni hafi kvartað við utanríkisráðherra vegna pólitískra embættaveitinga. Afhenti ráðið utanríkisráðherra bréf um málið. Þar segir m.a.: Á undanförnum árum hafa
pólitískar embættaveitingar í utanríkisþjónustunni aukist til muna. Af forstöðumönnum
á 23 sendiskrifstofum, þar sem rekið er sendiráð, fastanefnd eða aðalræðisskrifstofa eða starfsmaður með sendiherratitil skipaður í starf hjá alþjóðastofnun, voru í mars 2007 tíu pólitískt skipaðir eða um 45 %. Starfsmannaráðið segir, að þetta háa hlutfall eigi sér ekki hliðstæðu í öðrum vestrænum ríkjum.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 30. mars 2007
Áfram vaxtaokur á Íslandi
Seðlabankinn tilkynnti í gær,að stýrivextir yrðu óbreyttir,14,25%. Munu þetta vera hæstu stýrivextir í Evrópu.Viðskiptabankarnir nota þessa stýrivexti sem skálkaskjól fyrir því að halda vöxtum sínum í hámarki og okra á viðskiptamönnum sínum.Sumir viðskiptabankanna eiga orðið banka erlendis og geta fengið næga fjármuni frá erlendum bönkum á lágum vöxtum, þannig að það stenst ekki að háir vextir viðskiptabankanna séu vegna hárra stýrivaxta Seðlabankans.Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti sína 18 sinnum frá því í mai 2004. Þetta mun einsdæmi í Evrópu.Árið 2004 voru vextirnir 5,3%.
Vonlaus barátta Seðalbankans
Barátta Seðlabankans við verðbólguna virðist vonlaus eða vonlítil .Þetta er eins og barátta við vindmillur.Samkvæmt venjulegu hagfræðilögmáli eiga háir vextir að draga úr þenslu og verðbólgu. En svo virðist sem það úrræði dugi ekki nema takmarkað á Íslandi. Íslenska hagkerfið er um margt sérstakt. Háir vextir hér á landi fara beint út í verðlagið og hækka vöruverð og þannig verka vextirnir á móti verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Krónan hefur að vísu styrkst vegna vaxtahækkana Seðlabankans. Af þessum sökum hefur mikil eftirspurn verið eftir krónubréfum ( skuldabréfum) erlendis. En vegna þess hve ótryggt ástand er hér í efnahagsmálum og vegna aukins óstöðugleika munu eigendur krónubréfanna trúlega losa við við þessi bréf síðar á þessu ári. Þegar það gerist mun íslenska krónan kolfalla og valda mikilli verðbólgu. Seðlabankinn getur ekkert ráðið við það. Það er mikil spurning hvort nokkur þörf er fyrir Seðlabankann.
Björgvin Guðmundsson