Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Framkvæmdasjóður aldraðra misnotaður

  

Það mun hafa verið Albert heitinn Guðmundsson, sem fyrstur hreyfði þeirri hugmynd í borgarstjórn Reykjavíkur leggja ákveðinn skatt á hvern gjaldanda í landinu til þess   kosta byggingu hjúkrunarheimila fyrir aldraða. Við sem þá sátum með Albert í borgarstjórn urðum strax hrifnir af þessari hugmynd hans og það skapaðist þverpólitísk samstaða um hana. Hugmyndin náði fram ganga og það var lögfest   leggja á landsmenn gjald,sem mynda skyldi framkvæmdasjóð  aldraðra til þess kosta framkvæmdir við byggingu stofnana fyrir eldri borgara. En misvitrir stjórnmálamenn hafa eyðilagt framkvæmdasjóðinn. Það var opnuð heimild til þess sjóðurinn kostaði einnig í vissum tilvikum rekstur hjúkrunarheimila og stofnana og eins og ég hefi bent á áður  í greinum mínum hafa margir milljarðar verið teknir úr sjóðnum til reksturs. Það var aldrei meiningin, þegar sjóðurinn var stofnaður, láta neitt renna úr honum til reksturs.Alls munu hafa verið teknir 3-4 milljarðar úr framkvæmdasjóðnum til eyðslu, til  reksturs á undanförnum árum. Það er forkastanlegt, þar þetta hefur gerst á sama tíma og mikil vöntun hefur verið á hjúkrunarheimilum fyrir aldraða og biðlistar hafa verið mjög langir. Það eru ráðherrar heilbrigðis og tryggingamála,sem bera ábyrgð á þessu ráðslagi.

 

Framkvæmdasjóður látinn styrkja söng og listir!

 

En ráðherrar hafa ekki látið við það sitja taka fjármagn úr framkvæmdasjóði til reksturs. Nei þeir hafa einnig látið sjóðinn styrkja ýmis gæluverkefni  á sviði menningar-og listastarfsemi og meira segja hefur núverandi heilbrigðisráðherra látið sjóðinn kosta útgáfu  áróðursbæklings..Mig rak í rogastans, þegar ég heyrði Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, alþingismann, segja frá því á Útvarpi Sögu, framkvæmdasjóður aldraðra hefði styrkt ýmis  verkefni á sviði söng-og listastarfsemi.Þessar styrkveitingar eru mínu mati ólöglegar eða a.m.k. stríða gegn anda laganna..Sjóðurinn er kominn langt út fyrir sitt markmið með því veita peningum í slík verkefni.Í rauninni er hér um misnotkun á sjóðnum ræða.

 

Milljörðunum verði skilað til  aldraðra

 

Eldri borgarar krefjast þess, ríkið skili aftur þeim milljörðum, sem teknir hafa verið úr framkvæmdasjóði til eyðslu.Aldraðir vilja þessa peninga til byggingar hjúkrunarheimila.Eldri borgarar vilja einnig til baka þá fjármuni,sem stjórnarflokkarnir hafa haft af öldruðum í skertum lífeyri  síðustu 12 árin.Þar er um 40 milljarða ræða. Stjórnvöld lofuðu því 1995, aldraðir mundu sömu uppbætur á lífeyri  sinn eins og láglaunafólk fengi á laun sín. Þetta fyrirheit var svikið. Þau svik hafa kostað aldraða 40 milljarða.Ríkið verður leiðrétta kjör aldraðra með því greiða þeim þessa fjárhæð til baka strax.

 

Björgvin Guðmundsson

  

Geir vill Framsókn í stjórn áfram

Morgunblaðið birti stórt viðtal við Geir Haarde,forsætisráðherra, á sunnudag.Þar er Geir m.a. spurður um hvaða samstarfsaðila í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokkurinn vilji helst.Geir svarar: Framsókn. Svar Geirs kemur ekki á óvart, þar eð Framsókn hefur verið þæg í taumi allan þann tíma,sem hún hefur verið í stjórn með íhaldinu.Framsóknarflokkurinn hefur verið sannkölluð hækja í stjórnarsamstarfinu. Og nú er svo komið, að Framsókn er  að þurrkast út hvað fylgi varðar.Kjósendur eru að refsa Framsókn fyrir langa íhaldsþjónkun.

 Aldraðir og öryrkjar “gleymdust” 

Geir Haarde segir í viðtalinu við Mbl., að hann vilji halda áfram að bæta lífskjör Íslendinga. En hvernig hefur það starf til tekist fram til þessa? Það hefur tekist þannig, að kjör og aðstaða atvinnurekenda og fjármagnseigenda hefur verið stórbætt. Tekjurskattur fyrirtækja hefur verið lækkaður í 18% á sama tíma og skattur launþega er 35%. Fjármagnseigendur greiða aðeins 10% skatt og greiða ekkert meira til samfélagsins. Stjórnarflokkarnir hafa “ gleymt” öldruðum og öryrkjum,þegar þeir hafa verið að bæta kjör annarra í þjóðfélaginu. Aldraðir og öryrkjar hafa setið eftir. Loforð,sem gefið var 1995 um að þessir hópar fengju sömu hækkun á lífeyri sinn og launafólk,var svikið. Öryrkjar þurftu að leita til Hæstaréttar til þess að fá lögbundnar lífeyrisgreiðslur.Það er sama hvar borið er niður: Stjórnarflokkarnir hafa níðst á láglaunahópum þjóðfélagsins og þeim,sem minna mega sín.Þessir flokkar þurfa að fá frí í kosningunum 12.mai.

 

Björgvin Guðmundsson


Tekur nýi flokkurinn fylgi frá íhaldinu?

Nýr stjórnmálaflokkur  hefur verið stofnaður,Íslandshreyfingin, undir forustu Ómars Ragnarssonar og Margrétar Sverrisdóttur. Ómar er formaður og Margrét varaformaður. Stofnun þessa flokks hefur verið lengi í undirbúningi eða allt frá  því, að Margrét tapaði varaformannsslagnum í Frjálslynda flokknum en í kjölfar þess  sagði hún sig úr Frjálslynda flokknum. Ómar hefur verið talinn sjálfstæðismaður. Er ljóst, að þessi nýi flokkur ætlar að reyna að sækja fylgi frá Sjálfstæðisflokknum og Frjálslynda flokknum. Það er tvennt sem nýi flokkurinn leggur áherslu á: Umhverfismál og markaðsbúskap. Sumir kalla nýja flokkinn hægri grænan. Og ef til vill er það réttnefni,þar eð flokkurinn er hægri sinnaður umhverfisflokkur.Talsmenn nýja flokksins leggja áherslu  á, að flokkurinn sé ekki sósialistaflokkur eins og Vinstri grænir. Þeim er mikið í mun að koma því til skila, að flokkurinn  berjist fyrir hægri gildum. Það er því ljóst,að flokkurinn ætlar að sækja fylgi frá hægri.  Spurningin er sú hvernig þessum nýja flokki mun vegna.Reynslan sýnir,að nýir flokkar eiga erfitt uppdráttar. Ég spái því,að þessi nýi  flokkur fái 2-3 þingmenn kjörna. Sennilega mun flokkurinn taka þá frá Sjálfstæðisflokknum og Frjálslynda flokknum. En hugsanlegt er einnig , að nýi flokkurimnn taki eitthvað fylgi frá Vinstri grænum.Það virðist ekki vera mikill grundvöllur fyrir flokki eins og Íslandshreyfingunni.Aðrir flokkar eru að berjast fyrir sömu málum og nýi flokkurinn. Samfylkingin berst fyrir umhverfisvernd samkvæmt nýrri stefnu, Fagra Ísland.Og allir aðrir flokkar tala meira og meira um umhverfismál. Meira að segja Sjálfstæðisflokkurinn er farinn að tala um umhverfismál. Og allir stjórnmálaflokkar nema  þá helst Vinstri grænir aðhyllast markaðsbúskap. 

 Björgvin Guðmundsson


Mesta ranglæti Íslandssögunnar

Úthlutun á  ókeypis aflaheimildum til örfárra útvalinna gæðinga er eitthvert mesta ranglæti sem átt hefur sér stað, sennilega mesta ranglæti Íslandssögunnar. Þeir, sem fengu fríar aflaheimildir, hafa getað braskað með þær og þeir hafa margir hverjir óspart gert það. Sumir bleyta aldrei færi, leigja bara aflaheimildirnar út og hafa gott upp úr því.Aðrir hafa selt frá sér alla kvótana og hætt veiðum.Dæmi eru um að menn hafi fengið marga milljarða fyrir  kvóta,sem þeir hafa selt.Þeir hafa sumir hverjir selt kvóta, sem þeir fengu fría, selt heimildir,sem þeir í raun áttu ekki, þar eð þjóðin á fiskinn í sjónum.Fiskurinn er sameiginleg auðlind þjóðarinnar. Nauðsynlegt er að breyta þessu fyrirkomulagi.Það verður að afhenda þjóðinni veiðiheimildirnar á ný. Og síðan verða allir sem fá veiðiheimildir að greiða fyrir afnot þeirra.

  Óbreytt stefna Samfylkingar 

Samfylkingin samþykkti svohljóðandi á landsfundi 2003: "Samfylkingin stefnir  að því endurheimta sameiginlega auðlind þjóðarinnar, fiskinn í sjónum, með markvissri innköllun og endurúthlutun veiðiheimilda þar sem opnaður er aðgangur veiðiréttinum með jafnræði og réttlæti leiðarljósi. Þessi leið færir komandi kynslóðum aftur réttinn til arðs og aðgangs að sameiginlegri auðlind, tryggir nýliðun í útgerð og færir íbúum sjávarbyggðanna á ný réttinn til að nýta þá auðlind sem skóp þær."Þessari stefnu hefur ekki verið breytt.Hún er enn í fullu gildi. Aðaltilgangur kvótakerfisins var að vernda þorskstofninn. En það hefur mistekist. Ástand þorskstofnsins er verra í dag en áður en kerfið var sett.

 Framsókn höfundur kerfisins 

Það var Framsóknarflokkurinn sem setti kvótakerfið á og á því höfundarrétt því. Að vísu var vitað, að LÍU lagði tillögurnar um kvótakerfið fyrir sjávarútvegsráðherra Framsóknar. LÍU og Framsókn bera ábyrgð á þessu kerfi, sem skapað hefur mestu tekjutilfærslur allra tíma í þjóðfélaginu. Þessu kerfi verður að breyta. 

Er þetta stjórnarskrárbrot? 

Það stendur í lögunum um stjórn  fiskveiða, fiskurinn í sjónum sameign þjóðarinnar. Eða eins og stendur orðrétt í 1.grein laganna: Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar”. Eignarrétturinn  nýtur  friðhelgi stjórnarskrárinnar.Hvernig er þá unnt selja eign þjóðarinnar sem nýtur friðhelgi stjórnarskrárinnar. Er það ekki stjórnarskrárbrot? Það þyrfti að láta reyna á þetta ákvæði fyrir dómstólum. Ég tel, að það sé óheimilt að selja kvótana. Það er kominn tími til,að tekið í taumana, braskið með kvótana stöðvað og   þjóðin endurheimti sameiginlega auðlind sína,fiskinn í sjónum. 

Björgvin Guðmundsson   


Samfylkingin vill umhverfisvernd

 

Fagra Ísland, stefna Samfylkingarinnar í umhverfismálum, er hið merkasta plagg. Kjarni stefnunnar er sá, rétta beri hlut náttúruverndar gagnvart hagsmunum stóriðju og að úttekt verði gerð á  virkjana- og stóriðjukostum landsmanna. Á meðan sú úttekt fari fram verði gert hlé á  frekari framkvæmdum á þessu sviði. Þetta er róttæk en skynsamleg stefna.Það er ekki unnt að halda áfram á sömu braut  og áður. Við getum ekki haldið áfram að virkja óheft alla helstu fossa landsins með öllu .því raski  á náttúru landsins sem  því fylgir. Við þurfum einnig að staldra við  og athuga hvort  ekki eru komnar nægilega margar stóriðnaðarverksmiðjur. Við þurfum að huga að nýjum iðnaði, úrvinnslu og nýsköpun.Mikil tækifæri eru í hugbúnaðargeiranum.

Mikil vinna var lögð í hina nýju stefnu Samfylkingarinnar í umhverfismálum.Að því verki komu margir hæfir menn.Fagra Ísland,nýja stefnan er góð stefna og skynsamleg.Umhverfisverndarsinnar geta óhikað greitt Samfylkingunni atkvæði og greitt fyrir Fagra Íslandi.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Meirihluti Sjálfstæðisflokksins í Rvk. hækkar þjónustugjöld aldraðra

Eitt helsta kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2006 var,að bæta ætti aðbúnað og aðstöðu aldraðra. Það skýtur því nokkuð skökku við, þegar fréttir berast af því í upphafi nýs árs, að Reykjavík undir stjórn Sjálfstæðisflokksins sé að hækka öll þjónustugjöld aldraðra. Þetta eru hrein svik á kosningaloforði.Gjaldskrá vegna félagsstarfs, fæðis, veitinga og þjónustugjalda í þjónustuíbúðum aldraðra hækkuðu að jafnaði um 8,8% 1.janúar 2007.Jafnframt hækkaði verð á frístundastarfi eldri borgara um tæp 10%. Þessi hækkun er meiri en verðbólguhækkunin. Eldri borgara munar verulega um 8,8-10% hækkun, þegar haft er í huga hve lífeyrir eldri borgara er lágur. Þessi hækkun á þjónustugjöldum getur því hæglega  leitt til þess,að það dragi úr þátttöku aldraðra í félagsstarfinu í Reykjavík. Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði ætlað að  efna kosningaloforð sitt við aldraða hefði átt að lækka  þjónustugjöldin og auðvelda með því öldruðum að taka þátt í félagsstarfinu. En Sjálfstæðisflokkurinn fer í öfuga átt.Hann hækkar þjónustugjöldin.

 Matarverð hér 62% hærra en hjá ESB 

 Á sama tíma berast fréttir af því utan úr heimi,að matarverð hér á landi sé 62% hærra en nemur meðaltali í löndum Evrópusambandsins. Er þetta  meiri munur en áður var talað um.Munurinn á verði kjöts og brauðvara er enn meiri eða 70-80 %!  En nú ljóst, að  lækkun  matvælaverðs hér 1.mars sl. hrekkur skammt til þess að brúa þetta mikla bil á matvælaverði her og í löndum ESB..Undandarið hefur verð innfluttra matvæla verið að hækka í matvöruverslunum.Innflytjendur segja, að verðið hafi hækkað við innkaup erlendis. 

 Bitnar þungt á öldruðum 

 Hið háa matvælaverð hér og hækkanir á því bitna þungt á öllu láglaunafólki og ekki síst á öldruðum.Um þriðjungur aldraðra eða um 10 þúsund manns hafa aðeins rúmar 100 þúsund krónur í tekjur á mánuði. Hið geysiháa matvælaverð hér á landi bitnar þungt á þessum hluta aldraðra.Verulegur árangur í því að lækka matvælaverðið næst ekki án mikillar lækkunar landbúnaðarvara. Það þarf að lækka verulega tolla á innfluttum landbúnaðarvörum og auka samkeppni á þessu sviði. Einnig þarf að lækka verð á lyfjum. Hið geysiháa lyfjaverð bitnar þungt á ölduðum. Undanfarið hefur verð á ýmsum nýjum lyfjum, svo sem krabbameinslyfjum, stórhækkað. Hefur þessi hækkun komið mjög illa við aldraða. Heilbrigðismálin eru öll í ólestri eftir langa stjórn Framsóknar og íhalds á þeim málum.Í þeim málaflokki þarf að taka til hendinni þegar ný stjórn félagshyggjuaflanna tekur við.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 





Viljum ríkisstjórn án íhaldsins

Miklar bollaleggingar eiga sér nú stað um stjórnarmyndun eftir næstu kosningar.Stjórnarandstaðan hefur boðað, að hún muni reyna stjórnarmyndun sem fyrsta valkost nái hún þingmeirihluta. Það er mjög eðlilegt, þar eð stjórnarflokkarnir hafa verið svo lengi við völd,að eðlilegt er að þeir fái frí frá völdum, ef kjósendur hafna meirihluta þeirra.

Sjálfstæðisflokkurinn og Morgunblaðið reyna að vísu allt sem þessir aðilar geta til þess að egna fyrir VG og Samfylkingu og munu reyna fram á síðustu stundu að fá þessa aðila til fylgilags við sig. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf leikið þann leik og mun halda því áfram. Það hefur t.d. vakið mikla athygli hvað Morgunblaðið hefur gengið langt í því að egna fyrir Vinstri græna. Hver leiðarinn á fætur öðrum hefur verið skrifaður í Mbl. til þess að hæla VG og Steingrími J. og síðan birtist heilt Reykjavíkurbréf síðasta sunnudag þar sem VG var hælt á hvert reipi en Samfylkingin og Ingibjörg Sólrún nídd niður. Sennilega hefur Mbl. fengið bágt fyrir þetta Reykjavíkurbréf þar eð í byrjun vikunnar kom leiðari í Mbl. þar sem aldrei þessu vant var vikið að nokkrum mikilvægum málum sem VG er á móti en Sjálfstæðisflokkurinn  berst fyrir.

 

 Samfylkingin á ekki að fara í stjórn með íhaldinu

 

Að sjálfsögðu finnast menn innan Samfylkingarinnar,sem vilja mynda stjórn með íhaldinu. En ég er algerlega andvígur því. Ég tel, að það sé alger nauðsyn fyrir Samfylkinguna, þegar hún fer í ríkisstjórn í fyrsta sinn ,að hún myndi stjórn eða taki þátt í stjórn án Sjálfstæðisflokksins. Samfylkingin er stofnuð til þess að berjast við Sjálfstæðisflokkinn og fyrir málefnum jafnaðarstefnunnar. Sjálfstæðisflokkurinn stendur helst í vegi fyrir umbótamálum jafnaðarmanna. Sjálfstæðisflokkurinn er málssvari græðgishyggjunnar,fjármagnseigenda og stóratvinnurekenda. Flokkurinn hefur bætt aðstöðu þessara aðila stórlega undanfarin ár á kostnað launafólks. Misskipting  og ójöfnuður hefur stóraukist í þjóðfélaginu. Samfylkingin ætlar að leiðrétta misskiptinguna.

 

 Björgvin Guðmundsson

Morgunblaðið gegn Ingibjörgu Sólrúnu!

Morgunblaðið hefur lengi undanfarið rekið harðan áróður gegn Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur formanni Samfylkingarinnar.Hafa margir undrast þennan heiftarlega áróður  og ekki skilið hvers vegna Mbl. hefur ekki unnt Ingibjörgu Sólrúnu sannmælis. Skýringin á þessari neikvæðu afstöðu Mbl. gegn Ingibjörgu Sólrúnu er sú, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei jafnað sig á því að Ingibjörg Sólrún skyldi sem leiðtogi R-listans fella Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórn Reykjavíkur. Það var mikið áfall fyrir Davíð Oddsson og Sjálfstæðisflokkinn. Það var einnig talsvert áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn, að Ingibjörg Sólrún skyldi fyrir 4 árum hætta sem borgarstjóri og verða forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar í þingkosningunum 2003. Í kosningabaráttunni fyrir 4 árum fékk Samfylkingin mikið fylgi í skoðanakönnunum, alveg upp í 40 % og svo virtist um tíma sem Samfylkingin yrði stærri í þingkosningunum en Sjálfstæðisflokkurinn.Úrslit kosninganna urðu þau,að Samfylkingin fékk 31% en íhaldið 33%. Það munaði ekki mjög miklu.  Þetta var mikið áfall fyrir Davíð og  Sjálfstæðisflokkinn. Og áróðursmeistarar íhaldsins  tóku að brugga ráð gegn Ingibjörgu. Síðan hafa þeir hundelt hana og  Morgunblaðið reynt stöðugt að gera hana ótrúverðuga. Enn í dag, sbr. Síðasta Reykjavíkurbréf, er Mbl. að blása það upp, að Ingibjörg Sólrún hafi hætt sem borgarstjóri áður en kjörtímabilið var úti en þetta sama hafa fjölmargir leiðtogar Sjálfstæðisflokksins gert og ekki þótt athugavert í Mbl. Samhliða stöðugum árásum á Ingibjörgu Sólrúnu í Mbl. spinnur blaðið upp slúðursögur um forustumenn Samfylkingarinnar, sbr. söguna um það, að mikill ágreiningur sé milli Ingibjargar Sólrúnar og Össurar Skarphéðinssonar. Það er ekki nokkur fótur fyrir þessu. Þetta er alger uppspuni frá rótum. Samkomulagið milli  Ingibjargar Sólrúnar og Össurar er mjög gott. Það fór hins vegar fram lýðræðisleg kosning á milli þeirra tveggja um formennskuna í Samfylkingunni.

 Það er nú orðið svo langt síðan Ingibjörg Sólrún felldi meirihluta íhaldsins í Reykjavík, að Mbl. ætti að hafa jafnað sig á því.

 

Björgvin Guðmundsson


Á Ísland að ganga í ESB?

  Evrópunefnd Björns Bjarnasonar hefur skilað áliti. Það var Davíð Oddsson, sem skipaði nefndina árið 2004, en þá var hann forsætisráðherra. Mjög lítið bitastætt kemur fram í áliti nefndarinnar. Helsta niðurstaða hennar er , Ísland eigi auka samstarf við Evrópusambandið (ESB)..Talið er, EES hafi dugað Íslandi vel.  Nefndin bendir á, Alþingi þyrfti auka samstarf við ESB og þá fyrst og fremst við þing ESB. Er lagt til, Alþingi tilnefni fulltrúa til starfa í Brussel til þess auka tengslin við ESB og fylgjast betur með. Margar skýrslur  liggja í utanríkisráðuneytinu um Ísland og ESB og margoft hefur verið bent á nauðsyn þess auka samstarfið við sambandið. Það kemur því ekkert nýtt fram um það efni hjá Evrópunefnd Björns. Nefndin tekur ekki afstöðu til þess hvort Ísland eigi ganga í ESB. Einstakir nefndarmenn fjalla hins vegar um það atriði í sérálitum. Þar kemur ekkert nýtt fram. Fulltrúar flokkanna fylgja flokkslínum í því efni.  

Minni áhugi  í ríkisstjórninni

 Er hver er hin raunverulega staða Íslands gagnvart ESB í dag? Er aðild Íslands ESB frekar á dagskrá í dag en áður? Er eitthvað sem rekur á eftir Íslandi sækja um aðild? Staða Íslands gagnvart ESB er svipuð og áður.Ekkert hefur breyst.Málið er lítið rætt á Íslandi og ríkisstjórnin er ekki með málið á dagskrá. Ekkert bendir til þess   málið verði kosningamál í vor. Ef eitthvað er þá hefur áhugi innan ríkisstjórnarinnar á ESB-aðild minnkað. Halldór Ásgrímsson  hafði mikinn áhuga á aðild sambandinu en  þess  áhuga verður lítið vart hjá Jóni Sigurðssyni,  eftirmanni Halldórs. 

Ísland fylgir Noregi  

Mönnum er ljóst, ef Norðmenn sækja um aðild gerbreytist staðan hjá Íslandi.Við aðild Noregs ESB eru allar líkur á því, Evrópska efnahagssvæðið líði undir lok. Af þeim sökum og vegna samkeppnisstöðunnar við Noreg yrði Íslands því fylgja í fótspor Norðmanna og ganga í ESB.Verkamannaflokkurinn norski ,sem fer með stjórnarforustu í Noregi er fylgjandi aðild ESB en samstarfsflokkarnir í ríkisstjórn eru því andsnúnir.Verkamannaflokkurinn verður því leita samstarfs við hægri flokkinn, ef hann vill  koma Noregi í ESB. Það verður ekki á meðan núverandi stjórn situr í Noregi.

 Sjávarútvegsmálin eru í veginum 

 Það eru eins og áður sjávarútvegsmálin, sem helst standa í veginum fyrir aðild Íslands ESB. Þeir, sem eru fylgjandi aðild sambandinu telja, Ísland geti samið um ásættanlega lausn á þeim málum.Andstæðingar aðildar eru öndverðrar skoðunar. Enda þótt mikilvægi sjávarútvegs í þjóðarbúskap Íslands fari minnkandi tel ég, Ísland verði halda fullum yfirráðum yfir fiskveiðilögsögu sinni, eigi landið ganga í ESB.. Ég er enn ekki sannfærður um það takist . stefna  Samfylkingarinnar leggja málið undir þjóðaratkvæði er góð. Samkvæmt henni  gengur Ísland ekki í ESB án þess látið reyna á samningsmarkmið Íslands í viðræðum við ESB  og niðustaða viðræðna lögð í dóm  þjóðarinnar.

 Björgvin Guðmundsson


Stuðningur Íslands við árásina á Írak var ólögmætur

Fjögur ár eru liðin frá innrás Bandaríkjanna og Bretlands í Írak .Hefur innrásinni verið mótmælt um allan heim og þar á meðal hér á landi.Innrásin var brot á alþjóðalögum,þar eð hún var ekki samþykkt í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.

 Ísland studdi innrásina og var á lista hinna staðföstu og viljugu þjóða sem lýstu yfir stuðningi við árás Bandaríkjanna og Bretlands á Írak. Það voru þeir Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, sem ákváðu upp á sitt eindæmi að láta Ísland lýsa yfir stuðningi  við árás á annað ríki. Þeir lögðu málið hvorki fyrir ríkisstjórn né alþingi og ekki fyrir utanríkismálanefnd alþingis eins og skylt var samkvæmt lögum og reglum. Þeir tvímenningar brutu lög með því að sniðganga bæði alþingi og ríkisstjórn þegar þeir tóku ákvörðun um að styðja árásina á Írak. Þeir rufu einnig um leið þá stefnu Íslands að fara aldrei með hernaði á hendur öðru ríki en öll ríkin sem voru á lista hinna staðföstu þjóða voru talin aðilar að stríðinu gegn Írak. Margir telja,að  þetta athæfi tvímenninganna hafui átt stærsta þáttinn í því að þeir hrökkluðust frá völdum.

 Björgvin Guðmundsson

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband