Föstudagur, 23. mars 2007
Samfylkingin vill umhverfisvernd
Fagra Ísland, stefna Samfylkingarinnar í umhverfismálum, er hið merkasta plagg. Kjarni stefnunnar er sá, rétta beri hlut náttúruverndar gagnvart hagsmunum stóriðju og að úttekt verði gerð á virkjana- og stóriðjukostum landsmanna. Á meðan sú úttekt fari fram verði gert hlé á frekari framkvæmdum á þessu sviði. Þetta er róttæk en skynsamleg stefna.Það er ekki unnt að halda áfram á sömu braut og áður. Við getum ekki haldið áfram að virkja óheft alla helstu fossa landsins með öllu .því raski á náttúru landsins sem því fylgir. Við þurfum einnig að staldra við og athuga hvort ekki eru komnar nægilega margar stóriðnaðarverksmiðjur. Við þurfum að huga að nýjum iðnaði, úrvinnslu og nýsköpun.Mikil tækifæri eru í hugbúnaðargeiranum.
Mikil vinna var lögð í hina nýju stefnu Samfylkingarinnar í umhverfismálum.Að því verki komu margir hæfir menn.Fagra Ísland,nýja stefnan er góð stefna og skynsamleg.Umhverfisverndarsinnar geta óhikað greitt Samfylkingunni atkvæði og greitt fyrir Fagra Íslandi.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
"rétta beri hlut náttúruverndar gagnvart hagsmunum stóriðju" segir þú Björgvin. Hvergi er minnst þú á fólk þarna, talar einungis um eitthvað óskilgreint sem þú nefnir "hagsmuni stóriðju". Viltu kannski útskýra þau orð þín betur? Fylgja stóriðju e.t.v. engir aðrir hagsmunir en hagsmunir hennar skjálfrar? Er stóriðju bara komið á laggirnar hennar einnar vegna? Hvað nú ef hagsmunir stóriðju fara saman við hagsmuni fólksins? Td. fólksins sem býr á norðausturhorninu og hefur ekki nema brot af þeim tækifærum sem suðvesturhornið getur boðið því. Fólk sem hefur í áratugi leitað allra leiða til að tryggja atvinnuástand en samt ekki einu sinni náð því að halda í horfinu meðan þú og ég höfum t.d. notið þess að sjá fasteignir okkar hækka um 50% á sl. þremur án þess að hræra litlfingur. Ber s.s. ekki að hafa fólk í huga þegar svona "merk plögg" eru skrifuð?
Ef af álveri á Bakka verður, verður ekki um það að ræða að "virkja óheft alla helstu fossa landsins með öllu .því raski á náttúru landsins sem því fylgir". Þetta er annars ansi yfirborðskenndur frasi og ekki til þess fallinn að vekja áhuga manns á að kynna sér plagg það sem þú leggur þig í líma við að mæra svo mikið."Við þurfum að huga að nýjum iðnaði, úrvinnslu og nýsköpun" Reyndu að bera svona frasa á borð fólksins á norausturhorninu sem þarf úrlausn sinna atvinnumála NÚ! - Og krefst þess að fá að nýta þau tækifæri sem við þeim blasa - loksins!
"Mikil tækifæri eru í hugbúnaðargeiranum" þér láðist víst að bæta hér við "á suðvestuhorninu"
Sé hugsunin í þessu sem þú kallar "hið merkasta plagg" af svipaðri dýpt og ofangreindur pistill þinn þá sé ég ekki hvaða erindi slíkt plagg á inn í þroskað umræðu um umhverfismál á Íslandi árið 2007.
Sigurjón Pálsson
ps: Hvet þig í þessu sambandi til að hlusta (aftur?) á viðtal Egils Helgasonar við Víglund Þorsteinsson í Silfri Egils sl.sunnudag.
Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 11:57
Sæll Sigurjón!
Þakka þér fyrir athugasemdina.Ég tala um það í grein minni,að gera þurfi úttekt á virkjana og stóriðjukostum landsmanna en jafnframt á að gera úttekt á náttúruvernd,hvar þurfi að friða og hvar ekki.Það er ekki í grein minni talað um hvað gera þurfi langt hlé á meðan úttekt fari fram. Ég viðurkenni,að norðausturhornið hefur orðið útundan í atvinnumálum.Taka þarf tillit til þess, ef gert verður hlé á stóriðju og ákveðiið hvar á að byrja á ný. Ég tala um að rétta beri hlut náttúruverndar gagnvart hagsmunum stóriðju. Ég segi það vegna þess,að undanfarið höfum við farið of geyst í stóriðjuframkvæmdir.Það verður að koma á jafnvægi aftur.Að sjálfsögðu geri ég mér ljóst, að öll atvinnuuppbygging er fyrir fólk. En náttúruvernd er einnig fyrir fólk.
Með kveðju
Björgvin Guðmundsson
Björgvin Guðmundsson, 23.3.2007 kl. 13:56
Sæll Björgvin
Sé nú ekki neitt róttækt við þessa stefnumörkun - líkist meira miðjumoði til að skilja sig frá VG sem virðist hirða græna fylgið af ykkur. Sá óttileynir sér heldur ekki í lok greinar þinnar.
Þá er heldur engin skynsemi fólgin í því að gera "langt hlé" meðan unnið er að stefnumótun. Stefnumótun/úttekt eða hvað þú vilt kalla það er ekki viðvarandi ástand heldur verk sem þarf að vinna "spretthlaup" sem hæglega getur verið unnið samhliða því að undirbúningur á næsta stóra áfanga í nýtingu á orkulindum okkar fer fram, sem er "langhlaup" annað væri tímasóun. Niðurstaða stefnumótunarinnar hvað viðkemur nýtingu jarðvarmans, getur ekki orðið á annan veg en að stefna að stórfelldri nýtingu hans á næstu áratugum. Við Íslendingar komumst hreinlega ekki upp með annað enda væri það glapræði ef við nýttum hann ekki. Það að setja undirbúning næsta stóra skrefs okkar í nýtingu auðlinda landsins , undirbúnings sem nú þegar er á góðu skriði og væntingar heimamanna í uppnám í fumkenndri kosningafælni augnabliksins er óábyrg hentistgefna og sáir auk þess tortryggni og óöryggi í huga fjárfesta sem líta hingað í þeirri trú að hér sé festa og trúverðugleiki i stjórnarfari.
Það þarf að horfa lengra fram en til næstu kosninga Björgvin.
Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.