Þriðjudagur, 10. apríl 2007
Frammistaða Ingibjargar Sólrúnar góð
Frammistaða Ingibjargar Sólrúnar í leiðtogaumræðum ríkisútvarpsins í gærkveldi var mjög góð.Hún var eini leiðtoginn,sem gagnrýndi harðlega óásættanleg kjör eldri borgara eftir 12 ára stjórn íhalds og framsóknar og hún gagnrýndi m.a. harðlega að lífeyrir, ævisparnaður aldraðra, væri skattlagður eins og atvinnutekjur. Morgunblaðið tekur undir sjónarmið Ingibjargar í þessu efni í leiðara í dag. Gagnrýnir blaðið ríkisstjórnina fyrir að viðurkenna ekki að misskipting hafi aukist og kjör aldraðra séu bág.
Þáttur með 6 stjórnmálaleiðtogum er erfiður í framkvæmd. En annar stjórnandinn,Sigmar,var greinilega hlutdrægur og á bandi Geirs H. Haarde í þættinum. Það verður að gera þá kröfu til stjórnenda ríkisútvarpsins í slíkum þáttum, að þeir gæti fyllstu óhlutdrægni.
Björgvin GuðmundssonFlokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.