Ingibjörg Sólrún felldi íhaldið í Rvk. þrisvar

 

 

Ýmsir velta því fyrir sér hvers vegna ungir sjálfstæðismenn og  hægri íhaldsmenn  haldi uppi hörðum árásum á Ingibjörgu Sólrúnu,leiðtoga Samfylkingarinnar.En skýringarinnar er ekki langt að leita. Ingibjörg Sólrún var leiðtogi R-listans, sem felldi  Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík í þrennum borgarstjórnarkosningum. Þetta var gífurlegt áfall fyrir íhaldið. Og öfgasinnaðir íhaldsmenn hafa aldrei getað fyrirgefið Ingibjörgu Sólrúnu þetta. Þessum íhaldsmönnum finnst sem Ingibjörg Sólrún hafi niðurlægt íhaldið í Reykjavík.

 Þegar Ingibjörg Sólrún fór síðan í landsmálabaráttuna fyrir 4 árum réðist hún  beint að sjálfu goðinu,Davíð Oddssyni. Það þótti íhaldsmönnum einnig ófyrirgefanlegt. Fyrir kosningarnar 2003 mældist Ingibjörg Sólrún með mjög meiri vinsældir en sjálfur Davíð  eða með  10 prósentustiga meira fylgi. Það var þá sem ákveðið var í Valhöll að hefja ófræðingarherferð og stanslausar  árásir á Ingibjörgu Sólrúnu. Sú barátta hefur staðið síðan og Morgunblaðið hefur hjálpað vel til. Samfylkingarmenn þjappa sér nú saman um Ingibjörgu Sólrúnu og eru staðráðnir í því að hrinda árásum íhaldsins á hana.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband