Miðvikudagur, 11. apríl 2007
Samfylkingin í sókn í Reykjavík,suður
Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Capacent Gallup um fylgi flokkanna í Reykjavík suður er Samfylkingin í sókn í því kjördæmi.Könninin var birt í gær.Þar kemur fram, að fylgi Samfylkingarinnar þar hefur aukist um rúm 2% stig frá þeirri könnun sem birtist í síðustu viku. Samfylkingin hækkar úr 20,7% í 23%. Hefur Samfylkingin þá hækkað um 4,3% stig á síðustu 2 vikum í þessu kjördæmi. VG tapa fylgi, fara úr 25,9% í 24%, Sjálfstæðisflokkurinn heldur sínu með 41%, aðrir flokkar eru á svipuðum slóðum með 4%. Þessar tölur eru mjög gleðilegar fyrir Samfylkingarfólk, þar eð reynslan sýnir,að Samfylkingin fær meira fylgi í kosningum en í skoðanakönnunum en þessu er öfugt farið hjá Sjáfstæðisflokknum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:50 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.