Sviku kosningaloforðið frá 2013.Gefa nýtt loforð nú!

Framsóknarflokkurinn gaf öldruðum og öryrkjum það kosningaloforð fyrir kosningar 2013,að leiðrétta (hækka) lífeyri þeirra vegna kjaragliðnunar (kjaraskerðingar) krepputímans,2009-2013.Flokkurinn hefur ekki efnt þetta loforð enn tæpum hálfum mánuði fyrir kosningar.Og hann mun ekki efna það,þar eð þingið er farið heim. Það heita svik á íslensku.Þetta er stærsta kosningaloforðið,sem lífeyrisþegum var gefið fyrir kosningar 2013.Og þetta eru stærstu svikin við aldraða og öryrkja.Loforðið þýddi að hækka átti lífeyri um 56.580 kr. á mánuði fyrir skatt.Það þarf  mikið hugrekki til þess að  koma nú fram nokkrum dögum fyrir kosningar og gefa öldruðum og öryrkjum ný loforð án þess að hafa efnt loforðið frá 2013.Þetta sýnir ekki mikla virðingu fyrir kjósendum.Þetta sýnir algert virðingarleysi fyrir þeim.Í gær gaf Framssókn öldruðum nýtt kosningaloforð. Lofað var að gera tannlækningar aldraðra gjaldfrjálsar.Og siðan lofaði flokkurinn aftur að hækka lífeyri í 300 þúsund fyrir skatt, 240 þúsund eftir skatt(2018).Ég tek ekkert mark á þessum loforðum Framsóknar.Þeir mundu enn síður standa við þessi loforð en loforðin,sem þeir gáfu 2013,þó þeir hefðu aðstöðu til.

Ég hef bent á,að ef stjórnarflokkarnir hefðu staðið við kosningaloforð sitt frá 2013 um að leiðrétta lífeyrinn vegna kjaragliðnunar krepputímans þá hefði lífeyrir hækkað strax eftir kosningar 2013 í 300 þúsund fyrir skatt.En í staðinn fyrir að standa við kosningaloforð sitt "lofa" þeir nú að hækka lífeyri í 300 þúsund fyrr skatt 2018!! Þetta er brandari.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 17. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband