Sviku kosningaloforðið frá 2013.Gefa nýtt loforð nú!

Framsóknarflokkurinn gaf öldruðum og öryrkjum það kosningaloforð fyrir kosningar 2013,að leiðrétta (hækka) lífeyri þeirra vegna kjaragliðnunar (kjaraskerðingar) krepputímans,2009-2013.Flokkurinn hefur ekki efnt þetta loforð enn tæpum hálfum mánuði fyrir kosningar.Og hann mun ekki efna það,þar eð þingið er farið heim. Það heita svik á íslensku.Þetta er stærsta kosningaloforðið,sem lífeyrisþegum var gefið fyrir kosningar 2013.Og þetta eru stærstu svikin við aldraða og öryrkja.Loforðið þýddi að hækka átti lífeyri um 56.580 kr. á mánuði fyrir skatt.Það þarf  mikið hugrekki til þess að  koma nú fram nokkrum dögum fyrir kosningar og gefa öldruðum og öryrkjum ný loforð án þess að hafa efnt loforðið frá 2013.Þetta sýnir ekki mikla virðingu fyrir kjósendum.Þetta sýnir algert virðingarleysi fyrir þeim.Í gær gaf Framssókn öldruðum nýtt kosningaloforð. Lofað var að gera tannlækningar aldraðra gjaldfrjálsar.Og siðan lofaði flokkurinn aftur að hækka lífeyri í 300 þúsund fyrir skatt, 240 þúsund eftir skatt(2018).Ég tek ekkert mark á þessum loforðum Framsóknar.Þeir mundu enn síður standa við þessi loforð en loforðin,sem þeir gáfu 2013,þó þeir hefðu aðstöðu til.

Ég hef bent á,að ef stjórnarflokkarnir hefðu staðið við kosningaloforð sitt frá 2013 um að leiðrétta lífeyrinn vegna kjaragliðnunar krepputímans þá hefði lífeyrir hækkað strax eftir kosningar 2013 í 300 þúsund fyrir skatt.En í staðinn fyrir að standa við kosningaloforð sitt "lofa" þeir nú að hækka lífeyri í 300 þúsund fyrr skatt 2018!! Þetta er brandari.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Getur verið Björgvin að laun í landinu hafi hækkað of mikið miðað við framleiðslugetu þjóðarbúsins?

Ef svo er þá er það fyrst og fremst vegna frekju og neyslugræðgi launþega í landinu að A. of mikill munur verður á kjörum lífeyrisþega og launþega og svo B. að ekki eru til nægir peningar til að greiða þennan mismun eins og Framsóknarmenn lofuðu. 

Hver er þá sökin?

Loforð pólitíkusa er lítið annað en viljayfirlýsing. 

Gátu Framsóknarmenn þá ekki gert þarna það sem þeir vildu eða vildu þeir ekki það sem þeir gátu?

Fólust "svikin" þá hugsanlega í því að standa ekki betur á móti óhóflegum launakröfum sem sköpuðu kjaragliðnunina þ.e. þann hluta hennar sem átti sér stað á núverandi kjörtímabili?

Bestu kveðjur, BGB. 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 17.10.2016 kl. 09:09

2 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Sæll!

 Laun eru ekki of há að mínu mati. Laun höfðu dregist aftur úr þannig,að ekki var lengur unnt að lifa af lægstu launum.En það þarf einnig að breyta tekjuskiptingunni í þjóðfélaginu.Of mikið kemur í hlut vissra eins og útgerðarinnar og fjármagnseigenda.Hlutur launþega er of lítill (ekki of mikill) eins og sest best af því að Ísland er láglaunaland.Það eru nógir peningar til í þjóðfélaginu til þess að standa við loforð Framsóknar.Þetta er aðeins spurning um vilja. Eins og ég hef bent á á Facebook  kostar loforð Framsóknar svipað og hækkun í 300 þúsund sem nú er lofað 2018. En samkvæmt loforðinu átt þetta að koma til framkvæmda strax eftir kosningar 2013. Það kann að vera,að ef loforðið hefði verið efnt,að þá hefði núverandi ríkisstjórn ekki líka hækkað  lifeyri vegna hækkunar launa eins og nú er verið að  gera. Við skulum ekki vera að réttlæta það,að stjórnmálamenn svíki kosningaloforð sín.Framsókn gaf loforð og raunar Sjálfstæðisfl líka,sem á að standa við. En kannski ætluðu þeir aldrei að standa við það heldur aðeins að blekkja kjósendur.

Bestu kveðjur

Björgvin Guðmundsson

Björgvin Guðmundsson, 17.10.2016 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband