Nýju almannatryggingalögin eitt allsherjarklúður; flóknari en áður!

 

Ráðherrarnir hamast nú við að hæla ímynduðum afrekum sínum á síðustu metrunum áður en þeir hrökklast úr stólunum, m.a. í kjaramálum aldraðra og öryrkja. Þeir eru ekki enn farnir að tala um heimsmet eins og Sigmundur Davíð gerði en það vantar ekki mikið á það. En það er broslegt að sjá ráðherrana tala um mikil afrek fyrir aldraða og  öryrkja.Þeir ætla að hækka lífeyri aldraðra í hjónabandi um 5% um næstu áramót, þ.e. úr 185 þúsund á mánuði eftir skatt í 195 þúsund kr á mánuði eftir skatt og kalla þetta mestu kjarabætur fyrir aldraða í marga áratugi! Þetta er þvæla. Hafa þessir ráðamenn ekki menn í ráðuneytunum til þess að reikna fyrir sig og fletta upp staðreyndum.Ríkisstjórn Jóhönnu hækkaði lífeyri aldraðra og öryrkja um tæp 20% um áramótin 2009/2010, þeirra,sem höfðu eingöngu lífeyri frá TR.Það eru tæp 7 ár síðan þannig að  „ methækkun“Bjarna  og Sigurðar Inga fellur við fyrstu athugun.Þetta  vita fulltrúar í velferðarráðuneyti og fjármálaráðuneyti. Ráðherrarnir eru því vísvitandi að reyna að blekkja kjósendur á síðustu metrunum í valdastólum.

  Það tekur því heldur ekki að flagga 5% hækkun lífeyris, 10 þúsund krónum, sem miklu afreki.Ráðherrum og þingmönnum hefði ekki þótt það mikil hækkun fyrir sig sjálfa fyrir jólin í fyrra, þegar þeir fengu 9 mánaða afturvirkar kjarabætur um leið og þeir neituðu öldruðum og örrkjum um afturvirkar uppbætur og neituðu þeim raunar um allar kjarabætur til samræmis við hækkanir launamanna.Ráðherrarnir fengu þá tæpa milljón í afturvirka uppbót! Og þingmennirnir fengu einnig góða afturvirka summu.En sammt greiddu allir þingmenn stjórnarflokkanna atkvæði gegn afturvirkum kjarabótum aldraðra og öryrkja og gegn öllum kjarabótum þeim til handa; sögðu að þeir gætu beðið fram á næsta ár, í 8 mánuði! Ekki er farið að bæta lífeyrisþegum upp þessa töf enn.Þeir hafa fengið hungurlús á pappír en enga hækkun í raun.

Nýju almannatryggingalögin eru eitt allsherjarklúður. Aðalmarkmiðið með lagasetningunni  átti að vera það að gera lögin einfaldari, þar eð þau væru svo flókin.En við lokaafgreiðslu málsins voru sett inn ýmis ákvæði sem flæktu lögin á ný,þannig að þau eru jafnvel orðin flóknari nú en þau voru áður.Þar munar mest um furðuleg ákvæði fyrir öryrkja. Ákveðið var að láta öryrkja fá smáhækkun þrátt fyrir „óhlýðni“ þeirra. En til þess að mismuna þeim og láta þá ekki fá sömu kjör og aldraða var ákveðið að hækkun til öryrkja yrði byggð á framfærsluuppbót,sem sett var inn í lögin á ný.Það þýðir, að ef öryrki vinnur sér inn smátekjur,20-30 þúsund eða meira,  er framfærsluuppbótin lækkuð um nákvæmlega sömu upphæð.M.ö.o: Krónu mótu krónu skerðingin er komin inn á ný. En félagsmálaráðherra gumaði mikið af því, að það væri verið að fella hana niður.Hungurlúsin,sem öryrkjar fá í „ kjarabætur“ er minni en aldraðir fá þó erfitt sé að skera hungurlús niður. Öryrkjar treystu sér ekki til þess að samþykkja tillögur um starfsgetumat; töldu það illa undirbúið og óvissu um hvernig tækist að útvega öryrkjum hlutastörf. Félagsmálaráðherra ákvað að refsa öryrkjum fyrir þessa  „óþægð“ og þess vegna fá öryrkjar verri kjör í lögunum en aldraðir. Þetta er að sjálfsögðu mannréttindabrot.

 

Björgvin Guðmundsson


Aldraðir eiga að fá 195 þúsund á mán. um áramót!! Ekki unnt að lifa af þeirri hungurlús!

Árið 2015 voru meðallaun vinnandi stétta í landinu 612 þúsund kr á mánuði.Neyslukönnun Hagstofunnar segir,að meðaltalsútgjöld einhleypinga séu 321 þúsund á mánuði.Það er án skatta.Fyrir skatt samsvarar það 400 þúsund á mánuði.En ríkisstjórnin  skammtar öldruðunm 185  þúsund krónur á mánuði eftir skatt,til þeirra,sem eru í hjónabandi eða sambúð og ætlar fyrir náð og miskunn að hækka það um næstu áramót í 195 þúsund á mánuði!5% hækkun.Hér er átt við þá sem hafa einungis lífeyri frá TR. Ráðherrarnr segja,að þetta verði mesta hækkun í marga áratugi.Ég hef sýnt fram á,að það er lygaáróður.En hvernig dettur þessum mönnum í hug að skammta öldruðum 195 þúsund krónur á mánuði,þegar meðalaun í landinu eru yfir 600 þúsund krónur og þeir eru sjálfir með yfir 1 milljón á mánuði.Það er margbúið að sýna sig ,að ´það er ekki unnt að lifa af þessari hungurlús.Einhver útgjöld verða útundan,læknishjáp,lyfjakaup eða jafnvel matur í vissum tilvikum.Lífsgæði þeirra,sem fá þessa hungurlús eru miklu verri en annarra i þjóðfélaginu.Þeir geta t.d. ekki rekið bíl og  ekki tölvu.Það er algert lágmark að miða við neyslukönnun Hagstofunnar og hækka lífeyrinn í rúmar 300 þúsund eftir skatt.Ísland hefur efni á því í dag að veita eldri borgurum og öryrkjum sómasamleg lífskjör.Það er brot á mannréttindum að halda kjörum lífeyrisþega svona niðri.

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


Bloggfærslur 23. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband