Ríkisstjórnin fallin.Framsókn var refsað!

Úrslit alþingiskosninganna urðu þau,að ríkisstjórnin féll,hlaut 29 þingmenn miðað við 38,sem hún hafði.Ríkisstjórnin segir af sér strax í dag.Framsókn tapaði miklu eða alls 11 þingmönnum.Hlaut 8.Það má því segja,að kjósendur hafi refsað Framsókn,sennilega fyrst og fremst fyrir spillingarmál,þátttöku í skattaskjólum en einnig fyrir svikin kosningaloforð,Viðreisn,Piratar  og Vinstri grænir  voru sigurvegarar kosninganna.Viðreisn hlaut 7 þingmenn við fyrsta framboð,Piratar bættu við  sig 7 þingmönnum og hlutu 10 þingmenn,Vinstri grænir bættu við sig 3 þingmönnum og hlutu 10. þingmenn.Sjálfstæðisflokkurinn vann varnarsigur,bætti við sig 2 þingmönnm,hlaut 21.Flokknum var hvorki refsað fyrir aðild að Panamaskjölunum né fyrir svikin kosningaloforð.Refsingin lenti öll á Framsókn.Umbótablokkin náði ekki meirihluta,hlaut 27 þingmenn en þurfti 32 hið minnsta.Samfylkinginn tapaði miklu fylgi,hlaut 3 þingmenn,tapaði  6,Björt framtíð tapaði 2 þingmönnum,hlaut 4.

Erfitt getur orðið að mynda ríkisstjórn.Viðreisn lýsti því yfir fyrir kosningar,að hún mundi ekki verða 3.hjól undir fráfarandi stjórn.Ef hún stendur við það verður hvorki unnt að mynda hægri né vinstri stjórn; það verður þá að reyna annan möguleika.

Ég er mjög undrandi á því,að Sjálfstæðisflokkurinn skyldu ekki hljóta refsingu kjósenda eins og Framsókn.

 

Björgvin Guðmundsson 


Bloggfærslur 30. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband