Ríkisstjórnin fallin.Framsókn var refsað!

Úrslit alþingiskosninganna urðu þau,að ríkisstjórnin féll,hlaut 29 þingmenn miðað við 38,sem hún hafði.Ríkisstjórnin segir af sér strax í dag.Framsókn tapaði miklu eða alls 11 þingmönnum.Hlaut 8.Það má því segja,að kjósendur hafi refsað Framsókn,sennilega fyrst og fremst fyrir spillingarmál,þátttöku í skattaskjólum en einnig fyrir svikin kosningaloforð,Viðreisn,Piratar  og Vinstri grænir  voru sigurvegarar kosninganna.Viðreisn hlaut 7 þingmenn við fyrsta framboð,Piratar bættu við  sig 7 þingmönnum og hlutu 10 þingmenn,Vinstri grænir bættu við sig 3 þingmönnum og hlutu 10. þingmenn.Sjálfstæðisflokkurinn vann varnarsigur,bætti við sig 2 þingmönnm,hlaut 21.Flokknum var hvorki refsað fyrir aðild að Panamaskjölunum né fyrir svikin kosningaloforð.Refsingin lenti öll á Framsókn.Umbótablokkin náði ekki meirihluta,hlaut 27 þingmenn en þurfti 32 hið minnsta.Samfylkinginn tapaði miklu fylgi,hlaut 3 þingmenn,tapaði  6,Björt framtíð tapaði 2 þingmönnum,hlaut 4.

Erfitt getur orðið að mynda ríkisstjórn.Viðreisn lýsti því yfir fyrir kosningar,að hún mundi ekki verða 3.hjól undir fráfarandi stjórn.Ef hún stendur við það verður hvorki unnt að mynda hægri né vinstri stjórn; það verður þá að reyna annan möguleika.

Ég er mjög undrandi á því,að Sjálfstæðisflokkurinn skyldu ekki hljóta refsingu kjósenda eins og Framsókn.

 

Björgvin Guðmundsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Samfylkingin þurrkaðist praktískt séð út með einn kjördæmakjörinn þingmann. Tveir uppbótarþingmenn og allir leiðtogar og leiðtogaefni send heim í skammarkrókinn. Enginn segist geta bent á hvað hafi farið úrskeiðis.

Auðvitað vita samfylkingarmenn það en það má ekki nefna snöru í hengds manns húsi.

Fyrsti stafurinn er ESB. ;)

Jón Steinar Ragnarsson, 30.10.2016 kl. 10:19

2 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Sæll!Stofnaður var nýr flokkur,Viðreisn um það að ganga i ESB.Flokkurinn fékk 1o%.Svo ekki dugar þín skýring.

bestu kveðjur

BG

Björgvin Guðmundsson, 31.10.2016 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband