Eflum félagshyggju í dag!

 

Síðustu skoðunarkannanir,sem birtar voru í gær, bentu til þess, að hægri blokkin og félagshyggjublokkin væru nokkurn veginn  jafnstórar,Þá tel ég Viðreisn með hægri flokkunum,Sjálfstæðisflokki og Framsókn.Ég tel verulega hættu á  því,að viðreisn gangi til samstarfs við hægri flokkana um stjórnarsamstarf enda þótt hægri flokkarnir séu  á móti öllum helstu stefnumálum viðreisnar.

Vinstri græn,Samfylking,Björt framtíð og Piratar mynda félagshyggjublokkina.Þessir flokkar eru með svipaðar áherslur í mörgum málum svo sem að vilja fá eðlilegt afgjald fyrir notkun sjávarauðlindarinnar,setja allan fisk á markað og bjóða upp verulegan hluta aflaheimiilda og að nota peningana til þess að endurreisa heilbrigðiskerfið.Heilbrigðisþjónusta á að vera gjaldfrjáls. Þeir hafa einnig svipaða stefnu í málefnum aldraðra og öryrkja.Þessir flokkar telja,að fráfarandi ríkisstjórn hafi  verið ríkisstjórn ríka fólksins; ójöfnuður hefur aukist,veiðigjöldin hafa  verið lækkuð á útgerðinni enda þótt hún græði meira en nokkru sinni fyrr, skattabreytingar hafa verið þeim efnameiri í hag. Þessu vilja félagshyggjuflokkarnir breyta.Stefna þeirra í málefnum aldraðra og öryrkja er svipuð.Þeir vilja hækka lífeyrinn meira og að hann sé aldrei lægri en lágmarkslaun og Samfylkingin vill hækka hann afturvirkt frá 1.mai sl.Lífeyrir á að duga fyrir sómasamlegri framfærslu.Ég skora á aldraða og öryrkja að kjósa félagshyggjuflokkana.Sjálfur ætla ég að kjósa Samfylkinguna.Það er mikið í húfi.Allr þurfa að kjósa.

 

Björgvin Guðmundssson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband